Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

18.11.2009 23:52

Fyrsti hesturinn hennar Dísu

Jæja þá er ég loksins búnað eignast minn fyrsta hest og er það allt henni Írisi að þakka, hún gaf mér rauðskjóttan fola undan Kristall sem er undan Skrúð og undan Kólgu sem er undan Reyk. Mér langaði svo rosalega að eignast fola undan Skrúð og varð mér að ósk minni emoticon .
Knúsarinn hann Benóný fór í 3 mánaða skoðun núna 17 nóv og gekk bara æðislega vel, við fórum bæði með hann og fékk hann sína fyrstu sprautu og fann ekki fyrir því þegar hann var sprautaður í lærið og er hann orðinn 5720gr og 62 cm svo það er allt bara í réttum hlutföllum samkvæmt bókinni.
En í gærkveldi fékk greyið hita og var allveg brjálaður og grét og grét en fékk svo stíl og sofnaði.
Hann er búnað fá nýja gesti í vikunni því Júna og Íris kíktu á prinsinn og svo kom Fríða í Tröð og svo kom Tinna og Íris dóttir hennar í dag svo það er bara búnað vera gaman hjá okkur og nóg að skoða fyrir Benóný alltaf ný og ný andlit og hann er farinn að taka svo vel eftir öllu. Já og svo eru Steinar og Unnur komin með lítið kríli hann Tristan sem bræðir alla geðveikt sætur tjúahvolpur ýkt heppin mér langar svo í svona hvolp þeir eru svooooooo sætiremoticon
Við fórum síðan á mánudaginn í heimsókn til Bárðar í fjárhúsin að skoða ásettningsgimbrarnar hans og eru þær allar rosalega fallegar og svo kíktum við líka á hann Læk gamla sem lítur bara rosalega vel út þrátt fyrir háan aldur. Jæja ég er búnað vera svo lengi að blogga að það er kominn nýr dagur svo núna er Benóný orðinn 3 mánaða 19 nóv og svo á Óli hennar Maju afmæli í dag og óskum við honum til hamingju með daginn. Rúnar kom svo í gær og sprautaði lömbin og Bói hjálpaði honum og Gummi tók svo gimbrarnar sínar.Þetta er hann Máni.


Þetta er hann Tristan sem Unnur og Steinar eiga.

Benóný að tala við Topp.

Flettingar í dag: 571
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 2052
Gestir í gær: 304
Samtals flettingar: 1854352
Samtals gestir: 240171
Tölur uppfærðar: 9.8.2020 08:42:49

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar