Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

18.07.2022 20:43

Skotta og Viðja með lömbin sin


Hér er Skotta með lömbin sin undan Ljúf og sú móbotnótta er frekar ljós mórauð en samt falleg. Það var svo leiðinlegt að sjá að Doppa gemlingur undan Skottu sem er mógolsótta hér fremst á myndinni átti að vera með móbotnóttan hrút undan Ramma en hann var hvergi sjáanlegur svo hún hefur týnt honum eða eitthvað skeð fyrir hann annars var hún tvílembd og gimbrin sem er á móti hrútnum gengur undir Hrafney og er svört. Auðvitað var Emil búnað gera sér miklar vonir með þennan hrút og þá vantar hann það er alltaf svoleiðis þegar maður er spenntur fyrir einhverju þá er vafasamt að gera sér miklar vonir.

 


Hér sjást systurnar betur undan Skottu og Ljúf svo fallegar á litinn.

 


Hér er Viðja gemlingur með hrútinn sinn undan Bibba hann virkar mjög fallegur. Viðja er undan Viðari sæðingarstöðvarhrút.

 


Emi að slá inn í Kötluholti í gær og hér eru krakkarnir aðeins að fá að sitja í traktornum.
Flettingar í dag: 2783
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 2626
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 755747
Samtals gestir: 52707
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 16:19:12

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar