Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.07.2022 17:51

Heyskapur byrjar og kindur


Bassi veturgamal undan Hrímu og Bolta. Hann er svo spakur að ég labbaði upp að honum í hlíðinni og klappaði honum.

 


Bassi svo fallegur.

 


Gimbrar undan Emblu og Óðinn.

 


Fönix veturgamal undan Dúfu hennar Jóhönnu og Bjart. Hann hefur bætt við sig smá hornstubba í sumar.

 


Dísa með þrílembings hrútana sína undan Bolta.

 


Hér er sá þriðji.

 


Hexía með lömbin sín undan Ljúf. Hexía sjálf er eitthvað mikið hölt í framfæti hefur eitthvað meitt sig.

 


Hrúturinn hennar.

 


Gimbrin hennar.

 


Álfadís hans Kristins með hrút undan Dag.

 


Benóný og Kaldnasi.

 


Tuska hans Kristins með hrút og gimbur undan Bolta.

 


Kristinn að raka saman inn í Fögruhlíð.

 


Hér sést þegar þeir eru allir að heyja Siggi á plastaranum,Emil á rúlluvélinni og Kristinn á rakstravélinni og skýjin eru alveg ótrúlega falleg.

 


Siggi að plasta.

 


Hér sést frá sumarbústaðnum hjá Maju vel yfir þar sem þeir eru að heyja inn í Fögruhlíð.

 


Gríðalega fallegt veður að kvöldi komið tekið yfir Mávahlíðarfjöruna og Mávahlíðarhelluna og útsýnið teygir sig yfir í Ólafsvíkur Enni.

 


Jóhanna með Mikka og Ronja Rós náðist ekki á mynd var svo mikið að hlaupa og hafa gaman meðan við vorum að merkja rúllurnar.

 


Búið að fylla vörubílinn og hér er Kristinn að keyra með rúllurnar upp að Tungu.

 


Hér eru þeir að fara upp brekkuna í Tungu Kristinn á vörubílnum og Emil á traktorinum.

 


Hér er svo Emil að ferja rúllurnar af inn í Tungu.

 


Hér eru Kristinn og Emil byrjaðir að slá í Kötluholti og Siggi er að slá inn í Tungu. Spáin er búnað vera frekar erfið og ekki mikið um þurrk en þeir ákváðu að taka af skarið og klára þetta.

 


Við skelltum okkur til Reykjavíkur í bíóferð ég og eldri krakkarnir á Skósveinana nýjustu myndina.

Flettingar í dag: 3135
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 2626
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 756099
Samtals gestir: 52711
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 17:42:30

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar