Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.10.2010 21:29

Héraðsýning lambhrúta á Hjarðafelli 2010

Jæja það fór fram Héraðssýning lambhrúta á Hjarðafelli 16 okt og var þar á ferð gífurlega góður hópur af lambhrútum í öllum flokkum sem voru 3. kollóttir, mislitir og hyrndir og fékk hver flokkur verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Sýningin fór fram fyrst á Syðri Haukatungu 2 og svo var fært sig yfir girðingu og farið á Hjarðafell. Það var fjöldinn allur af fólki mætt til að fylgjast með og svo var vel útlátið kaffi á eftir. Það fór svo fram verðlauna afhendingin á Breiðabliki og þar var einnig seld kjötsúpa og horft á gamlar myndir úr ferðum á skjávarpa svo fór verðlauna afhendingin fram og Jón Viðar fór með ræðu um vinningshrútana og einnig aðra í hópnum sem þeim leyst vel á og má þar nefna hrútinn hans Óttars undan Kveik og hrútinn hans Marteins sem hann keypti af Jensínu og er hann undan Tópas og það voru einhverjir fleiri líka sem ég man bara ekki allveg hverjir voru. En hér kemur yfirlit yfir vinningshafana 2010.

Vinningshafarnir í kollótta flokknum í fyrsta sæti Hjarðafell og í öðru Hraunháls og 3 einnig Hjarðafell


Vinningshafar mislita flokksins 1 sæti Traðir Kolbeinsstaðhrepp. 2 sæti Gísli á  Álftavatni og í 3 sæti Þórsi frá Hellissandi. Hrúturinn sem var í fyrsta sæti var með 38 í ómvöðva sem er gifurlega mikill vöðvi og held ég bara sá mesti sem mælst hefur í lambhrút.


Vinningshafar fyrir hyrndu hrútana. 1 sæti Gaul með hrút undan Munda og með 19 í læri. 2 sæti Dalsmynni. 3 sæti Hofstaðir með hrút undan Freyði.


Hér er svo Heiða á Gaul með farandsskjöldinn fyrir besta lambhrútinn 2010.

Varð að setja þessa hérna með hann Benóný var allveg sjúkur í móflekkóttan hrút frá Hjarðafelli og var hann svo ljúfur að hann leyfði honum að klípa sig og jafnvel sleikja oj oj en honum var allveg sama bara elti okkur og vildi meira klapp.
Flettingar í dag: 4148
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 2626
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 757112
Samtals gestir: 52730
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 23:14:56

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar