Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.10.2010 20:13

Rósa kemur heim,Hrútarnir teknir og lambhrútarnir hjá Bárði.

Jæja þá er hún Rósa lloksins komin heim og viti menn hún birtist bara fyrir utan girðinguna í Bug og það var nóg að hrista brauðpokann og þá kom villdýrið heim. Já það stoðar lítið að reyna reka þessi brauðvillidýr það verður bara að leyfa þeim að koma heim sjálfum. Hún er með gimbur og hrút og verður gimbrin sett á og fær hún nafnið Rósalind en hrúturinn fær nú bara að fara í kistuna eða jafnvel reykkofann.


Rósa 12 vetra með gimbrina sína Rósulind.

Hér er Emil svo með hrútinn hennar.

Við ákváðum svo að reka hrútana inn því ekki viljum við lenda í því sama og í fyrra að láta þá bara lemba sjálfa því við tókum þá svo seint inn en það vill verða þegar vantar Steina frænda til að taka á skarið og segja hverslags er þetta á ekki að fara taka hrútana inn he he eins og honum einum var lagið að segja manni til. Maja fór að sækja hann Skugga sem var saman við rollurnar lengst út á túni og var feikilegur kraftur í honum hann hljóp með þeim um allt en rataði svo loks til hinna hrútanna og gersamlega búinn á því með tunguna lengst út. Við rákum þá svo inn í girðingu sem Bói og Emil girtu frá súrisgrifjunni að rimlahliðinu og ætlum við að nota þá girðingu fyrir rollurnar svo þær geti gengið inn og út í vetur og verða hrútarnir þar fyrst um sinn meðan veðrið er svona gott.

Föngulegir afturendar hér á ferð frá v = Skuggi,Moli,Herkúles,Toppur,Flekkur hans Sigga og Rambó.

Hér er svo ein af Þrumuguðinum honum Herkúles 06-046 sem er farinn að láta á sjá karl greyið en hann er fljótur að vera búinn á því þegar það er verið að reka.

Hér náði ég svo góðri mynd af hrútnum hans Óskars í Bug sem hann keypti á Hjarðafelli og héldum við að hann væri 85 stig en það kom svo í ljós að hann var 86 stig.

Hér er svo föngulegur hópur af lambhrútunum hans Bárðar sem eru allt sæðingar held ég þar má nefna svarta undan At einn undan Hróa og einn undan Kveik frá Óttari og fleiri sem Bárður getur kommentað hverjir eru ég man ekki allveg hverjir það voru.
Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman í mynda albúminu.
Flettingar í dag: 3495
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 2626
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 756459
Samtals gestir: 52715
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 19:11:07

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar