Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

23.10.2010 22:43

Pungarnir.

Ég og Siggi rákum inn rollurnar í dag og hann tók Skessu gömlu og gimbrina sína en þó vantaði eina gimbrina undan Sif en hún verður bara koma næst hún hefur verið út fyrir girðinguna með hinum rollunum. Sif og Stygg hans Sigga skiluðu sér aldrei heim eða eru allavega ekki en komnar og er líklegast að þær hafi drepist því lömbin hennar Sif skiluðu sér niður en þó er athugavert að það skuli vanta báðar því þær halda sig saman. Jæja við rákum svo hrútana inn svo Siggi gæti tekið Flekk og ég tók náttla myndir af þeim og svo var hann Skuggi í ham og ætlaði bara vaða í Perlu hundinn hans Bóa og elti hann um alla kró það eru sko töggur í kauða. Emil og Bói keyrðu svo út rúllur í dag til Ólafsvíkur og voru rúllurnar úti í góðu ástandi en ég hef ekki undan að líma fyrir músagöt á rúllunum inni þær eru allveg skæfar þessar mýs en ég er búnað setja upp fötu gildrur og ég fékk 5 í fötu í dag svo vonandi fæ ég fleiri á næstunni svo þær láti nú heyið eiga sig. Ég er svo búnað vera mála 2 veggi í fjárhúsunum undanfarna daga og svo þrifum við þau og sótthreinsuðum til að gera klárt áður en við tökum inn og mig er farið að hlakka bara verulega til að fara taka gimbrarnar inn og spekja þær og dekra.


Hérna eru kóngarnir mínir Herkúles 06-046 og Toppur 08-048

Hérna er hann Moli 09-014

Rambó 09-015

Moli,Rambó og Skuggi sem er 2007 módel.

Hér er svo allur hópurinn saman komnir.
Flettingar í dag: 376
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 876
Gestir í gær: 156
Samtals flettingar: 1850410
Samtals gestir: 239628
Tölur uppfærðar: 6.8.2020 18:49:43

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar