Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

13.02.2011 20:55

Fósturtalning hér og þar 2011

Jæja það fór fram fósturtalning í rollunum hjá flestum bændum hér í dag að undarteknu hjá mér því ég vill ekki eyðileggja spennuna fram í maí er ein af þessum þverhausum sem vill ekki kíkja í pakkann. En ég fór og fylgdist með hjá hinum. Ég byrjaði á því að fara út á Sand og kíkti til Palla og þar var búið að telja og kom það mjög vel út hann fær 3 með 3 lömb og eina með 1 og rest með 2 og 2 gemlinga með 2 nema það er eitt dautt í einum. Það kom einnig vel út hjá Þórsa og Elfu og Andrési og Jensínu en ég er nú ekki með nákvæmar tölur af því. Það eru svo 6 þrílembdar hjá Óttari og 5 þrílembdar hjá Marteini í Ólafsvík svo ég held að bændur séu bara vel lukkulegir með þessar tölur. Gummi Ólafs datt allveg í lukkupottinn þetta árið og fær 3 þrílembdar rest með 2 og af gemlingunum eru 3 tvílembdir og rest með 1 og meira segja eru þeir tvílembdir úr sæðingunum hjá honum svo það hefur reynst honum vel að fara á sæðingarnámskeiðið og fá svona flotta útkomu hjá sér og óska ég honum innilega til hamingju með þessa frábæru útkomu og ekki er að verra endanum að lamb sem ég gaf Þurý frænku sem er konan hans Gumma er með 2 og það sæðinga undan Kveik svo hann hefur fengið stórt knús þegar hann kom heimemoticon he he. Það eru svo myndir inn í myndaalbúmi af kindunum hans Palla og hjá Hjört út á Sandi og svo úr Ólafsvík hjá Gumma og svo hjá Óla,Brynjari og Sigga svo endilega skoðið.

Varð að setja eina mynd hérna af sigurvegara dagsins honum Guðmundi Ólafs
 með bros allann hringinn emoticon

Flettingar í dag: 865
Gestir í dag: 243
Flettingar í gær: 914
Gestir í gær: 223
Samtals flettingar: 1892707
Samtals gestir: 249715
Tölur uppfærðar: 19.9.2020 18:29:41

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar