Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.02.2011 22:48

Sveitarúntur í vorblíðu

Jæja það er aftur komið vor í loftið og yndislegt veður það passar náttúrulega akkurrat við þegar það er búið að taka hestana inn he he. En ég tók mér rúnt eins og alla aðra daga inn eftir að gefa rollunum og datt í hug að taka myndir af sveitinni sem er mér svo kær og deila því með ykkur og upplýsingum um hana. Það eru svo fleiri myndir í albúmi.


Mávahlíð í vorblíðunni það er nú allveg synd að sjá þetta mannlaust hver man ekki eftir að hafa komið í kaffi og kökur hjá Huldu, já það var sko mikið um gestaganginn hér.

Tröð, þetta er bílskúrinn hjá honum Herði ekkert smá breyting svakalega flott hjá honum.

Hér er svo íbúðarhúsið búið að taka það allt í gegn líka.

Hér er efri bústaðurinn í eigu Maju systir og Óla og sá neðri í eigu Ævars og Möggu Siggu afar fallegir og á skemmtilegum stað í Traðarlandi.

Hér er bústaðurinn hans Gunna Óla og Ástu í Fögruhlíð og blasir Svartbakafellið þarna í baksýn. Ég tók ekki myndir af bústöðunum upp frá því það var of mikill snjór að keyra þangað vildi ekki fara festa mig.

Tunga, þar búa Þorgerður og Sigurður sonur hennar og kötturinn Skotti og svo er það náttúrulega kindurnar og eru þau einu ábúendurnir hérna innst í sveitinni en það færist alltaf líf í sveitina á sumrin þegar fólkið streymir í bústaðina og þá er hvergi betra og fallegra vera en hér.

Hrísar, hér bjuggu Hemmi og Gilli en nú er þetta bara mannlaust .

Það er þessi fíni bústaður fyrir neðan Hrísar sem skyldfólk Gillana á.

Snæfellsjökull í sínu fegursta.

Ein hérna af vinunum saman Rambó og Benóný Ísak.

Jæja hann Skuggi hans Emils sem er sá kollótti hérna á myndinni er kominn undir græna torfu, karl geyið honum sem var bjargað í haust hjá Eiriki þegar hann gaf okkur hann í stað þess að senda hann í sláturhús en örlögin hafa beðið hans því hann fékk svo svakalegt kýli undir hálsinn og ágerðist það alltaf meir og meir og á endanum var hann farinn að lykta hræðilega og hættur að fóðrast svo það lá bara ein leið fyrir hann greyið. Hann var nefla afskaplega geðgóður og spakur þegar Benóný kom labbandi inn jötuna byrjaði hann að dilla dindlinum vitandi að hann væri að koma klappa sér svo hans verður sárt saknað. En það er bót í máli að við fáum einhver lömb undan honum.
Flettingar í dag: 895
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715850
Samtals gestir: 47210
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:50:52

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar