Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.04.2011 23:21

Daman viku gömul, Kíkt í fjárhúsin og Leifur afi kemur í heimsókn.

Jæja þá er prinsessan orðin viku gömul og Emil er farinn á sjó í Sandgerði og verður í ótakmarkaðan tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega stressuð yfir því en dagurinn í dag gekk samt eins og í sögu þau voru bæði yndisleg og vona ég að allir dagar verði svona þangað til hann kemur heim. Við fórum svo út á rúntinn á laugardaginn o hva það var gott að komast út og auðvitað var ferðinni heitið inn í Mávahlíð og fór ég aðeins að fá mér smá rollu lykt og gefa þeim brauð svo kíktum við inn í bústað til Maju og litla svaf eins og engill allan timann. Á sunnudaginn fórum við svo líka rúnt inn í sveit og sprautuðum seinni sprautuna við lambablóðsóttinni og var veðrið allveg yndislegt og ég gat verið viðstödd allan timann því bæði börnin sváfu svo vært út í bíl guð hva það er skrýtið að vera allt í einu tveggja barna móðir þetta tekur tíma að venjast he he. Í dag kom svo Maja og Karítas með pabba í heimsókn til að skoða nýjasta barnabarnið sitt og var hann bara hinn rólegasti og fékk malt sem hann elskar og svo ætlaði Donna allveg að éta hann og Benóný stóð yfir honum og fór með þessa svaðalegu ræðu á máli sem engin skyldi nema hann. Það var svo tekið mynd af pabba með litlu og Benóný og virtist hann allveg taka eftir henni og svo sýndum við honum myndir af rollunum í tölvunni og hann gat sagt okkur að mislitu hrútarnir væru ljótir he he og hvíti Moli væri flottur og svo greindi hann líka litinn á Rambó og sagði að hann væri golsóttur svo það er en mikið sem hann skilur. Við böðuðum líka litlu í fyrsta skiptið í gær og var hún ekkert allt of hress með það en aftur á móti var Benóný hinn ánægðasti og hjálpaði henni að busla svo endilega kíkið í myndaalbúmið og skoðið þetta allt saman.

Litla sæta prinsessan.

Leifur afi með Benóný Ísak og prinsessuna.

Verið að sprauta, Emil allveg orðinn pró í þessu.
Flettingar í dag: 2614
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 5983
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2013726
Samtals gestir: 83564
Tölur uppfærðar: 13.7.2025 08:07:09

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar