Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

27.04.2011 13:23

Fyrstu lömbin og daman 4 vikna

Hér eru fyrstu sæðingarnir sem komu hjá okkur undan Kveik 2 hrútar.

Svo kom svört gimbur undan Fannari og var hún bara ein því miður ég var að vonast eftir að fá mórauðan hrút en svo varð ekki því Þruma var einlembd.

Benóný lukkulegur.

Skvísan orðin 4 vikna gömul.

Ég ætla að byrja á því að óska ykkur Gleðilegra páska og sumars sem virðirst ætla að ganga hægt í garð því hér er búið að vera skítakuldi. Jæja það er allt að gerast sauðburðurinn er að fara á fullt 6 maí en fyrst eru það 7 kindur sem ég sæddi og er spenningurinn allveg í hámarki hjá mér núna að bíða eftir þeim. Nú vakna ég til að gefa litlu og svo er tekin rúntur inn í sveit þess á milli og kíkt á rollurnar rosa gaman ég elska þennan tíma hann er svo skemmtilegur. Við fórum til Bárðar um daginn að kíkja á lömbin hjá honum og er hann kominn með slatta af sæðingum og þar má nefna 3 lembinga undan Sokka og eitthvað undan Kost og Borða svo það verður spennandi að fylgjast með því. Við fórum svo í páskamat hjá mömmu í hádeginu og svo til Steina og Jóhönnu um kvöldið svo það var aldeilis étið þann daginn. Jæja kíkið nú á myndirnar og kommentið að vild eitthvað skemmtilegt.
Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 221
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 1717947
Samtals gestir: 229725
Tölur uppfærðar: 9.4.2020 22:46:04

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar