Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.09.2011 10:31

Stigun hjá Bárði og Dóru og smalað hjá okkur 17 sept.

Jæja það var stigað hjá Bárði og Dóru um daginn og kom það bara allveg ljómandi út held að það hafi verið um 20 gimbrar með 18 og 18,5 í læri og mjög sterkan bakvöðva sá mesti sem ég heyrði var 34 (sú gimbur var undan Hróasyni frá þeim )svo þetta eru allveg gríðalega flottir dómar.

Hér er Árni frá Búnaðarfélaginu að dæma.

Hérna er Sokka sonur hjá Bárði sem er þrílembingur og fékk hann 18 í læri.

Það er svo búið að vera mikill gleði því það var smalað á laugardaginn hjá okkur og hittumst við öll í Tungu hjá Sigga og Gerðu og ákváðum málin og fór það svo að Siggi og Hannes vinur hans frá Leirárgörðum fóru upp Tungu megin og Bói með þeim og lá leið þeirra lengst upp í Svartbakafell og þar fyrir ofan. Maja og Óli fóru svo upp hjá Kotaketilshöfðanum og löbbuðu þar yfir í urðirnar og yfir í Fellið. Ég,Emil og Karítas tókum hlíðina og gekk þetta bara allt rosalega vel og var þó nokkuð mikið af aðkomufé inn í þessum hóp sem við náðum. Okkar biðu svo stórkoslegar kræsingar og kaffi hjá Gerðu sem er orðin árlegur viðburður í okkar smalamennsku.

Hér eru smalarnir með hluta af fénu.

Þessi er frá Friðgeiri á Knörr og kom hún líka í fyrra og gafst hún upp núna og fékk far á fyrsta farrými með Emil. Það komu 35 kindur frá Knörr í þessari smölun og eitthvað frá Ólafsvík og svo Óla á Mýrum.

Brynjar kom að sækja sitt fé og notuðum við tækifærið til að vigta hann og stiga emoticon
Nei nei hann var vigtaður til að sjá hvort vigtin væri rétt og reyndist hún vera það .

Hér eru svo sæðingarnir okkar kollóttur undan Boga og var hann þyngstur eða 64 kíló svo nú er bara vona að hann verði ekki allt of feitur en þukklurunum Sigga og Hannesi fannst hann heldur með slakari læri í samanburði við hina. Næsti er undan Keik og var hann 51 kíló svo áttum við annan en hann drapst fyrir 3 vikum. Svo er það Mána sonur en hann var 52 kíló og sá síðasti er Borða sonur og var 61 kíló. Þeir eru allir tvílembingar nema Borða sonurinn og er hann undan tvævettlu. Ég er agalega spennt fyrir að fá stigunina á þessum og vona að einhver af þeim verði ásettningur.

Mér líst eiginlega best á þennan en þetta er Borða sonurinn og er allveg gríðalega fallegur og löng skepna. Ég náði ekki nógu góðum myndum af þeim þeir vildu ekki stilla sér upp fyrir mig en ég á örugglega eftir að ná betri myndum þegar það verður stigað. Það var svo einn svartur hrútur undan Negra hans Bárðar sem strákunum leyst vel á svo það verður mjög spennandi að sjá þegar það verður stigað ég er allveg að farast úr spennu og kvíða fyrir föstudeginum hverning þetta kemur allt saman út.

Mána sonurinn og Kveik sonurinn. Þyngdin á lömbunum kom mjög vel út, léttasta lambið hjá Sigga í Tungu var 40 kíló svo það var afburðar þung lömbin hjá honum. Meðalþyngdin hjá okkur Bóa var 46 kíló svo það er ekki hægt að kvarta yfir því. Léttasta hjá okkur var tvílembingar gemlings lömb sem voru 34 og 38 kíló.

Mána sæðingurinn hann er aðeins gulur. Jæja það eru svo fleiri myndir í albúminu svo endilega skoðið.

Flettingar í dag: 167
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 251
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1750794
Samtals gestir: 233526
Tölur uppfærðar: 1.6.2020 07:45:14

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar