Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

25.11.2011 22:54

Rollurnar teknar á hús og Breskir rúningsmeistarar Chris Hird og Ashley Story komu og tóku af.

Nóg búið að vera gerast hjá okkur þessa dagana. Við tókum rollurnar inn 19 nóv og keyrðum þær út á Tungu á tveim bílum þar að segja bílnum hans Bóa og svo Gumma sem var svo almennilegur að bjóðast til að koma á bilnum sínum með hestakerruna og hjálpa okkur svo þetta gekk hratt fyrir sig. Þann 22 nóv komu svo til okkar Breskir rúningsmeistarar þeir Chris Hird og Ashley Story. Chris er búnað gera þetta í 5 ár og er frá Englandi og er einn fljótasti rúningsmaður Breta. Þessir strákar koma hingað og rýja þeir 10-15 þúsund kindur meðan þeir eru hér enda eru þeir allveg sjúklega snöggir að þessu og eru rúmmlega 1 mínótu með kind sem er náttúrulega bara rugl hraði. 

Hér eru þeir að störfum. Þetta er Ashley Story.

Chris Hird. Sjá svo fleiri myndir hér

Rollurnar komnar í réttina inn í Mávahlíð og skilja ekkert í því að fá ekki að fara inn.

Verið að setja upp á kerru hjá Bóa og svo var Gummi einnig með kerruna sína svo þetta gekk mjög vel.

Svo var keyrt með þær út á Tungu og þar bíður þeirra glæsileg fjárhúsaðstaða í vetur.

Embla var fljót að eignast vínkonur og voru það Valbrá og Týra sem voru svo gæfar.

Hér er Benóný lukkulegur á Rambó.

Embla Marína og Donna.

Emil Freyr og Embla Marína.

Ég og Embla á Rambó. Það eru svo fullt af fleiri myndum af þessu 
öllu saman hér. Jæja nú er ég orðin grasekkja aftur því Emil fór 
austur núna í morgun en verður vonandi ekki eins lengi og seinast.
Fyrsti snjór vetrarins kom svo í gær svo það hefur bara verið 
góður tími að taka rollurnar inn hjá okkur. 

Flettingar í dag: 773
Gestir í dag: 335
Flettingar í gær: 1625
Gestir í gær: 533
Samtals flettingar: 2395468
Samtals gestir: 342049
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 03:47:11

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar