Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

10.12.2011 23:57

Sæðingar á fullu.


Senn líður að fengitíma og hér eru nýju kynbæturnar mínar sem bíða eftir að koma nýrri ræktun á fót eða það er að segja ef ég verð ekki búnað sæða allt í rot. Þetta eru Borða,Mána,Kveik og Boga synir og eru 2 með 18,5 í læri og 36 í ómv svo það ætti að vera góðar kynbætur í því ef þeir erfa það eftir sér. Ég vona að ég geti notað þá alla vega á 6 kindur hvorn svo ég fái reynslu á þá. Borða sonurinn er þessi fremsti og fékk hann nafnið Brimill og er hann ákaflega fallegur og bollangur hrútur.

Við flokkuðum ullina og var Emblu bara plantað á gólfið á einn ullarpokann á meðan en fékk hún fljótt leið á því og fór ég því með hana og Benóný til Freyju ömmu.

Þessi bók er í miklu uppáhaldi þessa dagana og líður ekki sá dagur að hún sé ekki opnuð og flett fram og til baka og er hún á eldhúsborðinu á morgnana og stofuborðinu á daginn og náttborðinu á kvöldin svo það má segja að maður sé allveg orðin vel ruglaður í þessari dellu emoticon Ég er búnað sæða 19 kindur í allt. 5 fyrir Sigga í Tungu. 2 fyrir Maju systir. 4 fyrir Bóa og 8 fyrir mig og svo á ég pantað sæði úr Hriflon á morgun af suður landinu já ég held að ég sé allveg að verða biluð í þessu he he en það verða þá fleiri líkur á að ég fái einhver sæðislömb því það er sko ekkert sjálfgefið að þetta haldi allt saman svo nú er bara krossleggja fingur fyrir því. Ég fór samt allveg einstaklega rólega að þessu núna, ég var með poka undir hrútnum og hafði hann með inn í kró meðan að ég sæddi og voru rollurnar þá svo rólegar að varla þurfti að halda þeim á meðan sæðingu stóð. Það verður fróðlegt að sjá hvort ég hafi gert þetta rétt. Ég var nefla svolítið að vandraðast yfir hvort að ég væri að fara nógu langt inn í þær og allskyns vangaveltur.

Grábotna notaði ég á 2 kindur hjá mér, 1 hjá Maju,1 hjá Sigga og 1 hjá Bóa.

Hróa notaði ég á eina hjá mér og eina hjá Sigga.

Gosa notaði ég á 2 frá mér og eina frá Sigga.

Þrótt notaði ég á eina frá Bóa og eina frá Sigga.

Snævar notaði ég á 2 frá mér, 2 frá Bóa ,1 frá Maju og 1 frá Sigga.

Sigurfari var notaður á eina kollótta frá Emil.

Hriflon verður svo notaður á morgun og á eftir að koma í ljós hverjar verða þá en hún Hlussa besta rollan mín var að ganga í dag og ætla ég að gera tilraun að sæða hana þó svo að það verði að öllum líkindum of seint.

Ákvað að setja þetta inn að ganni viðurkenningarskjalið mitt fyrir sæðingarnar.

Og hér fyrir Gæðastýringuna.

Hér er svo Gæðastýringar bókin sem maður verður að vera duglegur að kvitta í.

Pabbi átti afmæli 27 nóv og var kallinn 68 ára það er nú ekki hár aldur og hefði hann getað verið fullsprækur ef ekki ætti hann við þennan hrörnunar sjúkdóm að ræða en það er ekki að spyrja að því svona er lífið bara og að það skuli koma fyrir heilbrigðan reglumann sem var í toppformi upp um öll fjöll. Ég gæfi mikið fyrir að geta deilt með honum núna þessum brennandi rollu áhuga mínum og fá góð ráð og geta spjallað um ræktun og kynbætur. Maður var aðeins of seinn í að fá áhugan hvað það varðar en vonandi hefur maður erft eitthvað af hans innsægi fyrir ræktuninni.

Hér er Hulda Magnúsdóttir og Leifur Þór Ágústsson með Benóný Ísak og Emblu Marínu á afmælinu hans Leifs pabba og Maja systir með þeim.
Flettingar í dag: 826
Gestir í dag: 309
Flettingar í gær: 810
Gestir í gær: 266
Samtals flettingar: 2096751
Samtals gestir: 285752
Tölur uppfærðar: 5.3.2021 16:52:54

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar