Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

05.06.2012 22:33

Sauðburði lokið og sjómannadagurinn.

Þá er þessum langa sauðburði loksins lokið. Dimma gemlingurinn hans Bóa bar í morgun gimbur undan Brimil en hún lét hafa aðeins fyrir því að komast út og þurfti smá átök í það en allt gekk vel og var hún allveg súper mamma strax. Bríet hennar Maju bar svo í gærmorgun og þar kom allveg gríðarlega stór gimbur sem er undan Mola og var hún það stór að við ákváðum að prófa að vigta hana og viti menn hún vó 7 kíló. Það má geta þess að það var hrútur í bændablaðinu sem var 6 kíló í fæðingu svo hún var þykkri en hann.
Móra sem var sett í fangelsið var losuð eftir rúmmlega tveggja vikna fangelsi og það dugaði því hún tók lambinu sem var mikill léttir en við sitjum þó en uppi með hann Týra sem heimaling því það þýddi ekki að venja hann undir Bríet hann er svo háður manninum.
Jæja það eru smá myndir í albúminu hér svo endilega kíkið á það.

Hér er Bríet með risan sinn sem fæddist í gær morgun.

Það var yndislegt veður hér seinustu viku og allir orðnir vel sólbrenndir og brúnir. Sjómannadags helgin var allveg meiriháttar það var svo gott veður og fórum við í
 siglingu með Emil á Kristborgu út að Vallarbjargi í smá skemmtisiglingu og getið
þið séð myndir af því hér.

Það voru einnig fleiri stórir bátar sem fóru með fólk í skemmtisiglingu á sjómannadaginn.


Jæja forspretturinn á rollu rúntinn minn byrjaður hér má sjá fallegu hrútana hennar Mýslu á harða hlaupum kanski verða þetta flottir hrútar í haust ;).

Upprennandi skúringardama á ferð og ætlar að læra snemma af mömmu sinni 
he he hún tók þetta eftir að ég var búnað skúra og pósaði svo svona líka flott.
Flettingar í dag: 567
Gestir í dag: 215
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 2094402
Samtals gestir: 284908
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 08:21:03

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar