Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

14.06.2012 11:04

Litla frænka kemur í heiminn,Húsdýragarðurinn og Benóný fær hjól.

Steinar og Unnur eignuðust gullfallega dóttur 6 júní og gengur rosalega vel hjá þeim og við fórum loksins í bæinn um helgina og skoðuðum prinsessuna og er hún allveg guðdómleg svo lítil og fullkominn í alla staði. Embla virkaði bara risi miðað við hana he he maður er svo fljótur að gleyma.

Hér er Steinar stoltur faðir með dúlluna sína ekkert smá sæt saman.

Við fórum í húsdýragarðinn með Írisi og Dalíu á laugardaginn og fannst Benóný það rosalega gaman og vildi helst bara vera í litlu lestinni sem keyrir hring um garðinn og svo voru það svínin sem hann þekkir úr Babe og Emil í Kattholti og var hann afar hrifinn af þeim.

Með pabba sínum á hestinum voða stuð.

Þetta var líka rosalega gaman og ætluðum við aldrei að ná honum út úr þessu.

Það var hjóladagur á leikskólanum og fengum við svo mikið samviskubit að vera ekki búnað kaupa hjól handa greyji drengnum að ég fékk Bóa til að kaupa fyrir mig hjól og svo gáfu Freyja amma og Bói afi honum hjálminn og það leynir sér ekki gleðin í augunum á honum þegar hann fékk hjólið og fór svo á því á leikskólann daginn eftir .

Jæja seinustu rollurnar fóru út um daginn þær Bríet og Dimma svo nú er það bara hann Týri sem verður eftir inn í fjárhúsunum og fær að ganga inn og út en hún Birta gemlingur er eitthvað voða heimakær og fer ekki frá húsunum með lambið sitt svo Týri fær félagsskap af þeim meðan hún ákveður að vera þar. 

Hér eru þær farnar út.

Ég náði einni mynd af Rósulind með fallegu gimbrina sína svo núna tekur bar við að fylgjast með rollunum í fjarska og taka rollu rúnt einu sinni á dag þegar ég svæfi börnin.
Jæja það eru svo myndir af öllu þessu sem ég bloggaði um hér endilega kíkið 
bless í bili ...
Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 195
Flettingar í gær: 423
Gestir í gær: 171
Samtals flettingar: 2016152
Samtals gestir: 278391
Tölur uppfærðar: 27.1.2021 19:27:18

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar