Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.07.2012 11:05

Áttræðisafmæli Dagmars,Ættarmót hjá Rauðkólfsstaðarættinni

Búið að vera mikið að gera um helgina það var ættarmót hjá Rauðkólfsstaðarættinni hjá Emil inn í Stykkishólmi og fórum við þangað eftir að við vorum búnað bera á þakkantinn
og bílskúrinn. Við borðuðum á hótelinu í Stykkishólmi með ættingjunum og voru hátt í 260
manns í mat og var mjög fróðlegt að sjá og hitta allt þetta fólk og einnig voru ræðuhöld um uppruna þeirra og afkomendur til dagsins í dag.

Á sunnudaginn var áttræðisafmæli Dagmars Guðmundsdóttur ömmu Emils á Dvalarheimilinu Jaðar og var mætingin allveg meiriháttar og átti Dagmar góðan dag í faðmi fjölskyldu og vina. Kökurnar og kræsingarnar voru allveg glæsilegar.

Stórglæsilegar vínkonurnar Sigrún og Dagmar afmælisskvísa.
Það eru svo fleiri myndir af afmælinu og ættarmótinu hérna.

Marinó bróðir hans Emils og fjölskyldan hans komu í heimsókn til okkar á föstudaginn og 
var mjög gaman að hittast.

Hér eru frændurnir í góðum gír Pétur og Benóný.

Ég er svo búnað fá restina af myndunum síðan við vorum fyrir norðan hjá Dagbjörtu svo 
endilega kíkið á það hér.

Svaka fjör í rennibrautinni hjá Benóný hann var orðinn svo kaldur að hann fór aleinn.

Ég steingleymdi að þegar við vorum á Akureyri þá týndist hrúturinn okkar hann Toppur.
Siggi í Tungu var búnað vera leita að honum fyrir okkur og fann hann svo loksins í drullu
forinni fyrir framan fjárhúsið í Mávahlíð. Ömurlegur dauðdagi fyrir greyjið en sem betur 
fer drukknaði hann ekki heldur hefur hann fengið hjartaáfall eða eitthvað því hausinn var
uppúr hann var orðinn lappalúinn svo hann hefur ekki haft kraft til að komast upp úr.
Við ætluðum að lóa honum í vor en ákváðum að gefa honum séns ef hann myndi ná sér
í fótunum í sumar en svo skeður þetta svo hann hefur verið feigur karl greyjið.

Hér eru höfðingjarnir saman Herkúles og Toppur feðgar sem eru báðir farnir yfir móðuna
miklu. Toppur var afbragðs hrútur og skilaði mjög góðum mjólkurkindum og fjósemi svo 
hans verður sárt saknað. Litafjölbreyttnin sem hann gaf var líka allveg rosalega flott.
Ég á nú eitthvað af lambhrútum núna undan honum svo ég vona að þar leynist einhver 
arftaki við honum.

Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 1850795
Samtals gestir: 239656
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 01:00:53

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar