Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

18.07.2012 15:40

Sumar,Sól og heyskapur.

Búið að vera hreint yndislegt veður hérna hjá okkur allt í 18 stiga hiti og sól ekki hægt að biðja um það betra. Heyskapur er búnað vera í hámarki og fengum við þrusuþurrk svo þetta tók ekki langan tíma að klára en rúllu fjöldinn var þó ekki eins mikill eins og við þurftum en það má svo sem alltaf búast við því sérstaklega eins og þurrka tímabilið er búið að vera hérna hjá okkur. Það er þó ekki mikið sem vantar upp á, svo það verður vonandi einhver sem á eitthvað til að selja okkur.

 Það gekk á ýmsum viðgerðum fyrir heyskap sem fór talsverður tími í en þó fór mestur tíminn í að mála gersemin he he já það bættist í litadýrðina hjá okkur og nú er kominn grænn traktor og blár þessi stóri og líta þeir bara mjög vel út svona.


Hér er stóri traktorinn  orðinn blár.


Hér er svo sá græni.

Það er svo ekki búið að ganga nógu vel hjá okkur í ræktuninni því það var keyrt á eitt lamb hjá mér inn í Höfða og var það flekkóttur hrútur undan hrútnum hennar Laugu á Hraunhálsi og var ég búnað binda vonir við hann að bæta ræktunina hjá mér í kollótta stofninum en ekki gerist það núna fyrst hann er dauður emoticon
En það var ekki nóg heldur drapst einn gemlingur frá Bóa allt í einu hún Birta sem var undan Mola og Hrímu og var eitthvað að henni því hún mjólkaði aldrei almennilega og er þar af leiðandi geðveikt lítið lambið sem hún var með svo það verður bara graslamb.

En það er ekki búið því í gær var hringt í mig og tilkynnt að lamb væri dautt hjá brúnni í Tungu sem var að afvelta og var það hrútur undan Svönu gemling og Brimil svo það er ekki gaman að þessu ástandi en vonandi verða nú ekki meiri afföll þetta árið.

Það eru heyskapar myndir og sólarmyndir inni hér svo endilega skoðið.
Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 1850795
Samtals gestir: 239656
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 01:00:53

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar