Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.01.2013 11:27

Heimsókn í Hraunháls og Eystri leirárgarða og daman mánaðargömul.


Litla gullið okkar er mánaðar gömul í dag.

Leið okkar lá til Eybergs og Laugu í Hraunhálsi um daginn. Við vorum að sækja kollurnar okkar sem við fórum með til þeirra. Þau eiga rosalega flotta hrúta og geggjað flott fjárhús.
Þau sýndu okkur líka kýrnar sem eru í öllum litum. Ég held bara að ég hafi ekki séð eins fjölbreytta liti í kúm eins og hjá þeim. 

Hér er ein fallega skjöldótt held ég að sé sagt.

Hér er einn Frosta sonur hjá þeim, allveg gríðalega langur hrútur.
Það eru myndir af ferð okkar hér inn í myndaalbúmi.


Jæja en erum við að fara að rúntast og liggur leið okkar núna á Eystri Leirárgarða til Hannesar vin okkar. Við fengum auðvitað að kíkja í fjárhúsin hjá honum sem eru allveg 
gríðalega flott og vel skipulögð. Góður hey ilmurinn tekur á móti okkur þegar við komum inn af hánni hjá honum sem hann blandar saman við heyið.

Við byrjuðum á því að skoða gemlingana sem eru allveg gríðalega stórir og við sáum þessa 3 sem við létum hann hafa í haust og þeir eru allveg í rosalega góðu yfirlæti og búnað stækka vel. Veturgömlu kindurnar eru líka allveg svakalega stórar enda man ég það þegar við heimsóttum hann í fyrra að þær voru allveg tröllvaxnar sem gemlingar. Ég seldi honum einmitt 2 í fyrra og sáum við þær núna og þær voru báðar tvílembdar sem gemlingar í vor og skiluðu honum báðra yfir 30 kíló í sláturhús ekkert smá flott.

Það sem toppaði allveg ferðina var þessi hrútur en þetta er Grái hrúturinn sem Hannes fékk hjá Sigga í Tungu í haust. Hann er undan Grábotna og Svört sem er undan svörtum Kveik syni. Eins og sjá má er þetta lambhrútur og ekkert smá þroskamikill og með gríðalega mikill hornahlaup. 
Það verður spennandi að sjá hvað kemur undan honum í haust.
Hér eru svo myndir af ferð okkar til Hannesar og fleira með því að smella hér.


Jæja af okkur að segja þá erum við en á með hrútana í og sá ég eina ganga upp í gær sem átti að hafa fengið með Blika Gosa syni en hún fékk þá með Brimill í gær.
Ein sem átti að fá með Móflekk hans Óla Tryggva gekk upp í fyrradag og fékk Stormur að lemba hana svo vonandi kemur hún bara með gimbrar svo það verði ekki hníflóttir hrútar.

En sem komið er þá á þetta vera svona nema að einhverjar fleiri gangi upp.

Stormur Kveik sonur fékk 11
Draumur Topps sonur fékk 8
Bliki Gosa sonur fékk 6
Kjölur Sigga Kletts sonur fékk 6
Brjánn Topps sonur fékk 7
Brimill Borða sonur fékk 5

3 fóru í Klett hjá Óttari
2 í Botna hans Óttars
1 sædd með Prúð
3 sæddar með Soffa
3 fóru í Móflekk Óla Tryggva
3 fóru í Hraunháls í 3 hrúta

Svo ég notaði 14 hrúta. Ég sem ætlaði að nota færri í ár en svona er þetta maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt.


Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 1850795
Samtals gestir: 239656
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 01:00:53

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar