Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

11.05.2013 23:13

Sauðburður loksins hafin


Biðin loksins á enda og eitthvað farið að gerast hjá mér enda tími kominn til sauðburður víðast hvar að taka enda allavega hér í kring en ég er nú bara ánægð að hafa beðið svona lengi meðan vorið er svona kalt. Bolla bar fyrst 2 gimbrum undan Prúð sæðishrút.

Síðan beið ég í einn dag í viðbót eftir henni Aþenu minni og spenningurinn var allveg að fara með mig hverning lit ég fengi emoticon

Já finnst ykkur mórauðu lömbin mín ekki falleg he he nei ég mátti svo sem allveg búast við því að fá ekki mórautt né móflekkótt en ég er mjög sátt við þessa stóru tvílembinga undan honum Soffa sæðishrút og þetta er gimbur og hrútur svo hver veit kanski er þarna kynbóta hrútur á ferð sem hefur erfðavísi fyrir mórauðan.

En aftur á móti fékk ég flotta liti hér úr Eldingu sem ég sæddi sjálf stuttu eftir fæðingu á Freyju Naómí. Hér er móhöttóttur hrútur og mórauður en ég hefði samt verið í skýjunum að fá gimbur en maður getur ekki pantað allt.

Það er búið að ganga mjög vel hjá okkur eins og er en þetta er auðvitað bara rétt að byrja aðeins 9 bornar. Heilsan hefur aðeins verið að stríða mér ég er búnað vera svo uppfull af stressi emoticon og spenningi yfir þessu öllu að ég fékk hausverk af vöðvabólgu í 3 daga og var allveg að drepast en náði svo að hvíla mig vel og náði því úr mér enda ekki annað í boði þessa dagana. Allveg týpiskt að fá svona kast þegar skemmtilegasti tíminn á árinu er í gangi. Ég má heldur ekki við því að vera veik því ég er með 3 börn sem þurfa öll athygli og þvottur sem safnast upp í hrönnum ef ég missi einn dag úr.
 Það eru svo myndir af þessari byrjun á sauðburði hér.

Ég fór svo í heimsókn til Óttars á Kjalveginn og fékk að smella nokkrum myndum. Það var allveg yndilsegt að taka myndir þar það var svo æðislegt veður og jökullinn skartaði sínu fegursta í baksýn. Hér er ein með allveg svakalega fallega gimbur undan Lunda Grábotna syni sem hann fékk hjá Sigga í Tungu.

Rosalega skemmtilegt útsýni hér í kring hér er ein flott hjá honum með lömb líka undan Lunda og hér má sjá Ingjaldshólskirkju bakvið. Óttar á allveg fullt af botnóttum lömbum í ár og það er líka algjört gimbra ár hjá honum hann er búnað fá 40 gimbrar svo það verður úr nógu að velja í haust.

Þessi mynd finnst mér allveg æði hún kemur eitthvað svo flott út. Þetta er tekið hjá Óttari á Kjalveginum.Flest lömbin eru undan Klett Kveiksyni og Lunda Grábotna syni.

Við fórum einnig og heimsóttum Þórsa og Elvu og skoðuðum lömbin hjá þeim. Hér er hann að kalla á hópinn sinn ekkert smá flott hann veifar bara brauð pokanum og kallar gibb gibb og þá tekur hópurinn á rás til hans.

Það eru svo fleiri myndir af lömbunum hjá Óttari og Þórsa og Elvu hér inn í albúmi.


Endalaust af þrílembingum hjá Bárði hér er sko aldeilis flott litasamsettning undan honum Negra.

Fallegir sæðingar hjá Bárði undan Kjark frá Ytri Skógum.
Það eru svo fleiri lambamyndir frá Bárði hér inn í albúmi.


Sætu frændsystkynin hér saman Freyja Naómí og Bjarki Steinn. 
Freyja Naómí er 5 mánað í dag þann 12  maí til hamingju með það elskan okkar.
Það eru svo myndir af þessum dúllum og fleira hér inn í albúmi.

Jæja læt þetta duga að sinni 
kv Dísa

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 129
Flettingar í gær: 2052
Gestir í gær: 304
Samtals flettingar: 1854481
Samtals gestir: 240185
Tölur uppfærðar: 9.8.2020 15:06:57

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar