Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

08.08.2013 01:15

Rollu rúntur,Rvk ferð og hvolparnir.

Jæja þá gafst mér góður tími til að setjast hérna niður og fá mér einn kaldann og slaka á með því að skila af mér góðu bloggi og myndum eftir að allt var komið í ró.

Eins og hjá flestum sem eiga börn er óreglan orðin allveg svakaleg hér á bæ og börnin fara að sofa einhvern tímann sem þeim hentar og þeim leyft að taka lúr yfir daginn svo maður geti fengið smá pásu fyrir þessum orku miklu fjörkálfum sem þurfa alla athygli sem hugsast getur frá okkur foreldrunum. Þessi tími verður þó senn á enda því leikskólinn mun hefja göngu sína aftur og guð sé lof fyrir hann emoticon 

Því maður verður heldur betur ósofinn eftir 6  vikur með svona litil kríli sem vakna alltaf eldsnemma og fara sofa á öllum tímum kvöldsins og þá nýtir maður tímann sinn vel og vakir langt framm á nætur til að gera eitthvað.

Já það gleymdist allveg að vara mann við þessu áður en það var sagt manni að klára dæmið bara og koma með þau öll í röð he he nei nei þau eru allveg yndisleg og fylla líf manns af gleði og hamingju inn á milli og þá gleymir maður öllu streðinu um leið með einu brosi og knúsi frá þessum elskum.

Rollu rúnturinn

Fékk þennan flotta rollu rúnt um daginn og náði hér góðri mynd af Pöndu með hrútana sína undan Storm Kveiksyni.

Fallegu lömbin hennar Rák sem dó snemma í sumar en það virðist ekki hafa aftrað þroska þeirra því þau eru bara vel stór og falleg og þetta verður án efa ásettnings gimbur fyrir þennan lit.

Flekka með lömbin sín undan Nasa hans Óla Tryggva.

Dóra með þrílembingana sína undan Brján.

Hosa gemlingur með hrútinn sinn undan Blika.

Gimbrin undan Hriflu og Blika. Það eru svo fleiri rollumyndir með því að smella hér.

Sæti Benóný að hjálpa pabba sínum að raka heyið.

Embla Marína í Mávahlíð.

Hænan hjá Freyju og Bóa flott úti með ungana sína.

Stuð hjá Birgittu frænku.

Við fórum til Reykjavíkur um versló og fengu krakkarnir þá að upplifa algjört draumaríki. Við fórum með þau í sund og í rennibrautirnar sem Benóný allveg dýrkar og ekki skemmdi fyrir að við fórum með Dagbjörtu,Kjartani,Jóhanni og Emelíu og þá fékk Benóný Emelíu til að fara með sér endalaust í rennibrautirnar og fannst það algert æði. Við fórum svo í bíó með þau á strumpana 2 og tókum meira segja Freyju litlu með og það gekk bara mjög vel. Því næst var farið með þau á Kfc í Mosfellsbæ og þar er svaka rennibraut sem Benóný og Embla elska líka að fara í og það fyndna við þetta er að Benóný borðar ekkert bara kanski eina franska en talar alltaf um að það eigi að fara borða á kfc gott eins og hann kallar það.

Þau fengu svo auðvitað að fara í afmælisbúðina hans Benónýs en það er Toys n rus hann elskar hana. Bara að fara þarna inn og skoða er algert himnaríki fyrir börn. 

Við vorum svo heppin að fá íbúðina hjá Magga bróðir og Erlu lánaða yfir helgina og var það bara æðislega fínt. 


Skvísurnar okkar. Það eru svo fleiri myndir af þessum krílum hér inni.

Hvolparnir stækka óðum og verða senn tilbúnir að fara að heiman. Hér eru þeir í veðurblíðunni inn í Mávahlíð. Það eru svo fleiri myndir af þeim með því að smella hér.
Flettingar í dag: 342
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 876
Gestir í gær: 156
Samtals flettingar: 1850376
Samtals gestir: 239626
Tölur uppfærðar: 6.8.2020 18:11:46

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar