Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

26.08.2013 22:41

Bland í ágúst

Töffarinn okkar fékk þessa flottu kórónu á leikskólanum á afmælisdaginn sinn.

Birgitta frænka svo dugleg að ýta Freyju. Freyja er að núna aðeins farin að komast upp á lagið og farin að hlaupa um allt og tosa í blómin og svona. Hún er svo búnað læra að sýna hvað hún er stór rosa dugleg og lyftir höndunum upp og þegar maður klappar verður hún svo montin þessi elska.

Svo eru það stóru fréttirnar af henni Emblu en hún er hætt með bleyju. Hún fékkst til að fara einu sinni á koppinn og hefur ekki hætt síðan. Ég er ekkert smá stolt af henni og hún þurrkar sér sjálf og girðir sig og maður þarf ekkert að hjálpa henni neitt. Hún bíður spennt núna eftir að fá pabba sinn heim svo hún geti sýnt honum hvað hún er orðin stór og já auðvitað ætlar hún líka að fá dúkku í verðlaun.

Emil er búnað vera róa núna á Skagaströnd í viku en fer vonandi að koma heim bráðum við erum öll farin að sakna hans allveg rosalega mikið.


Maggi bróðir kom og kíkti í heimsókn og færði krökkunum pakka og það var mikil hamingja. Benóný fékk legó og Embla dóta hest sem labbar. Maggi býr í bænum og er að læra lögfræði og vinna á lögfræðistofu með svo það er gaman að fá hann aðeins í heimsókn áður en allt stessið og vinnan byrjar hjá honum enda brjálað að gera. Það eru svo fleiri myndir hér af krílunum okkar og fleiru með þvi að smella hér.

Ég fór á rúntinn minn í dag að kíkja á rollurnar og haldiði að ég hafi ekki gleymt myndavélinni og auðvitað var allveg týpiskt að ég myndi missa af einhverju. Já Dóra kom hlaupandi á móti bílnum með þrílembingana sína og svo stillti hún sér svo flott upp með þá og ég var ekkert smá fúl að hafa ekki myndavélina með. En ég er hér með aðrar myndir sem ég náði um daginn.


Svört hans Sigga í Tungu með hrút og gimbur.

Tvílembingar undan Eygló gemling. Eygló er þrílembingur undan Gosa sæðishrút og Ronju.

Móra Freyju og Bóa með gráa gimbur en það virðist vera týndur hrúturinn hennar

Hrútur og gimbur undan Heklu og Brimil frá Bóa og Freyju.

Þetta er einhvað ókunnugt annað hvort frá Knörr eða Gaul og lýst mér allveg rosalega vel á þennan hrút hann virkar allveg rosalega fallegur.
Flettingar í dag: 865
Gestir í dag: 261
Flettingar í gær: 830
Gestir í gær: 243
Samtals flettingar: 1896273
Samtals gestir: 250631
Tölur uppfærðar: 23.9.2020 15:29:08

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar