Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

02.10.2013 13:30

Hrútasýning veturgamla og lambhrúta ásamt fegurðasamkeppni gimbra 2013

Hrútasýningin fór vel framm í Lambafelli nú síðast liðinn mánudag. Árni og Torfi ráðanautar komu til okkar og dæmdu og svo fengum við líka þukkl meistann hann Eirík Helgason til liðs við okkur að dæma fegurðarsamkeppni gimbra og aðstoða ráðanautana í að velja bestu lambhrútana. Það var byrjað á því að ylja sér um kroppinn og fá heita kjötsúpu að hætti systkynana Þorsteins og Jóhönnu en þau gerðu kjötsúpuna fyrir okkur. Þegar allir voru búnað koma sér fyrir og ylja sér á súpu var byrjað að vigta,skoða og dæma.

Það var vel mætt bæði af fólki og hrútum. Húsnæði þeirra Óla,Sigga og Brynjars rúmaði þetta bara vel og var allveg til fyrirmyndar.
Það kom mér allveg gersamlega á óvart þegar ég fékk bikarinn fyrir besta hvíta hyrnda veturgamla hrútinn en það leynir sér ekki brosið sem er enn uppi he he fyrir þennan flotta áfanga og ég þakka allveg kærlega fyrir okkur. Hér erum við Emil með hann Blika sem er undan Gosa sæðishrút og Ylfu Mátts dóttur sem er ættuð í Læk gamla Læksson.
Stigun
1.sæti 107 kg fótl 115 ómv 37 ómf 5,4 lag 4
8 9 9,5 9 9,5 18 8 8 8 alls 87 stig
Í öðru sæti var svo hrútur frá Önnu Dóru og Jón Bjarna á Bergi. Sá hrútur er undan Lagð.
Stigun
2.sæti 85 kg fótl 121 ómv 38 ómf 2,7 lag 4,5
8 8,5 9 9 9 18 8 8 8 alls 85,5 stig
Í þriðja sæti var hrútur frá Óttari og Bárð undan Klett Kveiksyni.
Stigun
3.sæti 97 kg fótl 121 ómv 35 ómf 6,7 lag 4,5
8 9 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86,5 stig

Við fengum einnig bikar fyrir besta mislita hrútinn í veturgömlum. Þetta er Brján sem er undan Topp sem er undan Herkúles og á þar ættir í læk gamla  og Rák sem er ættuð í Raft sæðishrút. Brján er í eigu míns og Bóa saman.
Stigun
1.sæti 82 kg fótl 115 ómv 38 ómf 5,6 lag 4,5
8 8,5 9 9 9 18 7,5 8 8,5 alls 85,5 stig
Í öðru sæti var Jón Bjarni og Anna Dóra með hrút undan Grábotna.
Stigun
2.sæti 88 kg fótl 117 ómv 35 ómf 4,3 lag 4,5
8 8,5 9 9 9 18 8 8 8 alls 85,5 stig
í Þriðja sæti var Óttar með hrút undan Grábotna og Svört frá Tungu.
Stigun
3.sæti 105 kg fótl 122 ómv 36 ómf 6,3 lag 4,5
8 9 9 9 9 17,5 8 8 8,5 alls 86 stig

Flottar hérna eru gimbrarnar sem unnu Fegurðarsamkeppnina 2013 hjá Búa. Við fengum Eirík Helgason til að dæma fyrir okkur keppnina og velja þrjár bestu að hans mati.

Sú Móflekkótta vann sýninguna og hlaut titilinn fegursta gimbrin hjá Búa og er hún í eigu Lárusar í Gröf Grundafirði.

Sú svarflekkótta fremsta er í eigu okkar og hlaut hún titilinn fyrir bestu gerðina.

 Sú best skreytta hlaut svarflekkótta gimbrin frá Bárði og Dóru. Það fór ekkert á milli mála því hún bar gersamlega af í skreytingum þó margar aðrar hafi einnig verið frumlega skreyttar.

Ég þakka Eiríki allveg kærlega fyrir að koma og heilla okkur með einstökum hæfileikum sínum og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni sem er sú fyrsta hjá okkur og allveg ný á nálinni. Ég á allveg von á að hún eigi eftir að verða vinsæl og haldi áfram á komandi árum.


Ólafur Tryggvason hlaut bikarinn fyrir besta veturgamla kollótta hrútinn
 og hann er undan Búra og Björt. 
Stigun
1.sæti 80 kg ómv 32 ómf 5,9 lag 4
8 9 9 8,5 9 18,5 9 8 8 alls 87 stig

Í öðru sæti var Ragnar og Guðfinna á Kverná með hrút undan Dal og Rögnu.
Stigun
2.sæti 85 kg fótl 123 ómv 33 ómf 7,2 lag 4
8 8,5 8,5 8,5 8,5 18 8,5 8 8,5 alls 85 stig

í þriðja sæti var Valgeir og Bibba með hrút undan Ljúf og Svört.
Stigun
3.sæti 88 kg fótl 116 ómv 31 ómf 6,5 lag 4
8 8,5 9 8 8,5 17,5 7,5 8 8,5 alls 83,5 stig

Það var svo líka nýtt hjá okkur að hafa lambhrúta inn í sýningunni líka og voru það bara tveir flokkar að þessu sinni hyrndir og kollóttir óháðir lit og stigun. Bara sjónrænt og þukkl mat á gripum.

Efstur í hyrndum lambhrútum var Guðmundur Ólafsson með hrút undan Hlussu og Klett. Hlussa er ættuð í Mávahlíð í móðurætt og í Bjart frá Bergi í föðurætt. Faðir er Klettur frá Óttari sem er undan Kveik og rollu frá Óttari.

Hér er mynd af þeim systkynum undan Hlussu gimbrin fremst og hrúturinn fyrir aftan.

Besti kollótti lambhrúturinn var frá Kverná og mig vantar upplýsingar um ættir hans en ef einhver veit það má hann gjarnan kommennta það.

Hér er sá gripur. Langur og flottur hrútur.
Það má svo sjá fullt af fleiri myndum hér inn í albúmi af sýningunni með því að smella hér.

Réttir í Ólafsvík 


Það er alltaf jafn skemmtilegt veðrið við ólsarana þegar réttirnar eru eins og hér má sjá er fólk vel gallað upp og ekki til þurr blettur. En það lét engin rigningu og smá golu stoppa sig í að mæta í smölun og réttir. Hér er frú Laufey úr Lambafelli mætt eftir að hafa tekið á móti öllum smölunum í kjötsúpu.

Hér er vandað vel til verka við vigtun hjá Guðmundi Ólafs.

Hér er Guðmundur Ólafs á Mikka sínum sem er undan Grábotna

Veturgamli Guffa sonurinn hans Gumma. 
Hann var að gefa gríðalega væn lömb hjá honum í ár.

Hér er nýjasti gripurinn minn forrystu gimbur frá Bárði og Dóru undan Blesu og Jóakim.

Þessi golsótta gimbur bættist í ásettningin minn en hana fæ ég hjá Bárði.  
Hún er þrílembingur. Það má svo sjá fleiri myndir af réttunum og þessu með þvi 
að smella hér.

Ég var að klára líka að blogga inn á Búa og þar setti ég inn meiri upplýsingar um sýninguna og afburðar stigun frá Óttari á Kletts og Lunda afkvæmum ásamt fleiru svo endilega kíkið hér inn á 123.is/bui 

Flettingar í dag: 1139
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 1174
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 706817
Samtals gestir: 46704
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 22:14:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar