Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.10.2013 11:11

Héraðssýning lambhrúta 2013

Héraðssýning lambhrúta fór framm nú seinast liðina helgi. Sýningin skiptist í 2 hólf. 
Á föstudagskvöldið var farið yfir hrúta sunnan megin og var það á Haukatungu-Syðri 2 og voru þar alls mættir 21 hrútur. 3 kollóttir. 3 mislitir og 15 hvitir hyrndir. 
Það voru svo valdir 5 efstu af þessum hvítu og allir úr hinum flokkunum því þeir voru svo fáir og þeir keppa svo við hrútana okkar megin. Jón Viðar og Lárus voru dómarar.

Hér er verið að dæma í Haukatungu-Syðri 2.
Það eru allveg rosalega flott fjárhúsin hjá þeim. 
Það var svo vel út látið kaffi og kræsingar á eftir.
Það má svo finna fleiri myndir hér inni af þessari sýningu.

Í okkar hólfi voru 38 hrútar mættir til sýningar. 21 hvítir hyrndir. 7 kollóttir og 10 mislitir.
í allt voru þetta 59 hrútar sem kepptu.

Sýningin okkar megin var haldin á Hömrum í Grundarfirði og fór hún mjög vel framm og var vel mætt held það hafi verið hátt í 100 manns sem komu. Félagsmenn mættu með kræsingar sem voru allveg frábærar í alla staði. Sýningin var haldin af Fjárræktarfélaginu Búa og Fjárræktarfélagi Helgafellssveitar og nágrennis. Við fengum allveg frábært veður
sólin skein og Kirkjufellið skartaði sínu fegursta á móti okkur.


Hér eru hjónin Guðbjartur og Harpa á Hjarðafelli með farandsskjöldinn fagra fyrir besta lambhrútinn 2013. Það má með sanni segja að þau hafi átt sýninguna í ár því þau fengu einnig besta kollótta lambhrútinn og annað sæti í kollóttum. 
Frábært hjá þeim og glæsileg ræktun. Innilega til hamingju emoticon

Hér er besti lambhrúturinn 2013 frá Hjarðarfelli.

Hér eru þau með besta lambhrútinn 2013 og einnig besti hvíti hyrndi.
Hann er undan Klaka 11-772
þyngd 62 fótl 109 ómv 35 ómf 2,2 lag 4,5
8 9 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 9 alls 88 stig

Ég og Bárður með hrútinn sem hann fékk hjá mér. Hann er undan Blika Gosa syni og Mjallhvíti sem er veturgömul. Hann var í öðru sæti í hvitu hyrndu. 
Ég var rosalega stolt af honum að komast í verðlaunasæti enda mjög fallegur hrútur.

Hann stigaðist svona 56 kg fótl 114 ómv 34 ómf 3,2 lag 5
8 9 9 9 9,5 18 8,5 8 8,5 alls 87,5

Hér eru verðlaunahafar fyrir hvítu hyrndu hrútana.

Í þriðja sæti var Högni Bærings og Hermann Guðmundsson Stykkishólmi.
Ég náði ekki mynd af honum.
Stigun á þeim hrút var svona þungi 55 fótl 109 ómf 3,6 ómv 34 lag 4 
8 8 8,5 9 9 18 7,5 8 8,5 alls 85 stig.

Kollóttir


Hér eru verðlaunahafarnir í kollóttum. Hjarðafellsbúið fékk 1 og 2 sætið og í þriðja var 
Óli Tryggva frá Grundarfirði.

Hér er besti kollótti . Hann er undan Sindra.
Stigun 46 kg fótl 105 ómv 32 ómf 2,8 lag 4,5
8 8,5 9 9 9 18 8,5 8 8,5 alls 86,5 

Þessi var í öðru sæti frá þeim. Hann er undan Streng. 
Þeir voru rosalega líkir hrútarnir svo ég þori ekki allveg að fara með hvort þetta sé sami hrútur og áðan eða þessi sem var nr 2.
Stigun 42 kg fótl 106 ómv 31 ómf 4,5 lag 4,5
8 8,5 8,5 9 9 18 9 8 8 alls 86 

Hér er Óli Tryggva með hrútinn sinn undan Spak sem var í þriðja sæti.
Stigun 52 kg fótl 107 ómv 30 ómf 4,3 lag 4
8 9 9 8,5 9 18 8 8 8,5 alls 86 

MislitirHér eru verðlaunahafar í flokki mislitra. 
Sigurður Gylfason í fyrsta sæti. 
Kristbjörn á Hraunsmúla í öðru sæti  
Eggjart á Hofsstöðum í þriðja.

Hér er Sigurður í Tungu með besta mislita hrútinn. Hann er undan Gloppu hans Sigga og Draum sem var undan Topp.Hann var sameign hjá mér og Bárði en hann drapst í vetur. 
Svo þetta er ákveðin viðurkenning fyrir okkur líka.
Stigun 50 kg fótl 106 ómv 35 ómf 3,8 lag 4,5
8 9 9 9,5 9 18 7,5 8 8,5 alls 86,5 stig

Í öðru sæti var Kristbjörn á Hraunsmúla með lamb undan Drífanda.
Stigun 48 kg fótl 105 ómv 29 ómf 1,6 lag 5 
8 8,5 8,5 9 9,5 18 8,5 8 8 alls 86 stig

Í þriðja sæti var Eggjart á Hofsstöðum með lamb undan Lása
Stigun 49 kg fótl 105 ómv 33 ómf 2,9 lag 4,5
8 8,5 8,5 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 86 stig.

Það voru svo einnig veittar viðurkenningar fyrir afurðarhæðstu ærnar 
sem fæddar eru 2008.

Smella undan Gölt og Skellu frá Jörfabúinu var afurðarhæðst með 346,4
fita 101
gerð 112
mjólk 113
frjósemi 128

Í öðru sæti var ær frá Bergi undan Raft með afurðarstigið 345
fita 117
gerð 112
mjólk 117
frjósemi 113

Þriðja afurðarhæðsta ærin var Læðan frá Hraunsmúla undan Bifur 
með afurðarstig 337,4
fita 113
gerð 104
mjólk 109
frjósemi 119

Það eru svo fullt af fleiri myndum hér í albúmi af sýningunni.

Jæja þá held ég að ég sé búnað koma öllum upplýsingum niður og eftir mikla setu við tölvuna ætla ég að segja skilið við hana í bili.


Flettingar í dag: 395
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 450
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1848614
Samtals gestir: 239267
Tölur uppfærðar: 3.8.2020 17:15:21

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar