Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

23.11.2013 10:53

Rollurnar teknar inn og fleira

Við rákum rollurnar heim um þar seinustu helgi og erum með þær úti á daginn þangað til það verður tekið af þeim. Lömbin eru löngu komin inn og þau eru öll að koma til. Það eru 3 sem eru orðnar spakar það eru Gersemi graslambið hans Bóa, Skvísa frá mér og svo Líf frá mér.
Nú er maður allveg orðin útbræddur í hausnum að raða niður í hrútana og spá og speklura hvaða sæðishrúta maður eigi að nota. Ég er ekki búnað fá hrútaskrána í hendur en mun fá hana á mánudaginn og auðvitað er maður búnað skoða hana á netinu enn það er alltaf miklu skemmtilegra að fá hana í hendurnar. Það má segja að þetta sé svona jólapakka glaðningur sem maður er búnað vera bíða rosalega spenntur yfir emoticon

Ég er búnað selja frá mér Gull hrútinn minn sem var 88 stig og það var Rúnar í Breiðdal sem kom alla leið frá Breiðdal og sótti hann.
 
Hann var vel útbúinn og kom á fólksbíl og setti hann svona í skottið og hafði svo sætin
niður svo hann gæti fylgst með honum alla leiðina. Þeim félögum kom svo vel saman
alla leiðina og ég heyrði svo í þeim þegar þeir komu heim og ferðin gekk mjög vel.
Ég var mjög lengi að ákveða mig hvort ég vildi láta hrútinn enn gerði það svo á endanum
og ég vona svo innilega að hann eigi eftir að standa sig og sanna hjá Rúnari.


Siggi er búnað smíða þessa flottu hurð á fjárhúsin hjá sér. Svo nú er kominn pressa á Bóa
að fara setja upp rennuna he he.

Hér er Freyja að tala við Lottu sína eftir að við vorum búnað reka þær inn. Alltaf svo gaman
að sjá þegar þær koma svona hreinar og fínar í ullinni þegar þær koma af fjalli.
 
Jóhanna er komin með sínar kindur líka inn í Tungu og hún var hér
að kalla á Mikka hundinn sinn og það virkaði þanning að hann kom
ekki heldur kom ein rolla frá henni trítlandi í von um að fá smá klapp.

Embla Marína fór svo í 2 og hálfs árs skoðun um daginn og hún er svo dugleg
að hún allveg rúllaði upp prófinu og bræddi alla.
Hún er orðin 12 kg og 98 cm.

Ég hef þetta nú ekki lengra að sinni en það má sjá fleiri myndir í albúmi.
Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 195
Flettingar í gær: 423
Gestir í gær: 171
Samtals flettingar: 2016152
Samtals gestir: 278391
Tölur uppfærðar: 27.1.2021 19:27:18

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar