Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.08.2014 13:11

5 ára afmæli Benónýs og Glænýjar lambamyndir

Yndislegi Benóný Ísak okkar var 5 ára í gær þann 19 ágúst. 
Það er allveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur að það skuli vera 
kominn 5 yndisleg ár síðan að hann fæddist og það 
hefur fært okkur allveg ótrúlega reynslu,þroska og 
ég tala ekki um gleði og hamingju í líf okkar.

Afmælið hans var allveg frábært í alla staði og var þetta í fyrsta sinn 
sem við bjóðum krökkum heim og fannst honum það allveg æði og 
allt gekk svo vel við vorum búnað gera útisvæði fyrir þau út á 
palli með allsskonar afþreyjingu og svo 
höfðu þau trampólínið og sandkassann.

Við vissum ekki af þeim þau dunduðu sér svo vel saman
og ekkert vesen allir vinir og mér fannst þetta bara rosalega gaman 
og auðvitað skemmtu þau sér allveg konunglega  
Benóný var eitt bros allann daginn svo ég þakka krökkunum 
allveg kærlega fyrir að koma og njóta þessa dags með okkur 
hann færði okkur mikla hamingju og gleði.



Benóný Ísak að pósa fyrir Karítas frænku sína. 
Karítas var svo góð að hjálpa mér með krakkana
 og taka myndir fyrir okkur takk kærlega fyrir 
besta frænka. Ég þakka líka Jóhönnu fyrir alla 
aðstoðina í að hjálpa mér að baka.



Ég gerði heiðarlega tilraun til að gera fyrir hann sundlaugina
 í Sandgerði og rennibrautirnar sem er hann æðsti draumur 
að fara í og verður það vonandi að veruleika áður 
en sumarið tekur enda.



Veisluborðið var með skúffukökuna og svo pizzasnúða 
og rice krispi með oreo fjólubláa súkkulaðinu frá milku 
og vakti það mikla lukku. Svo auðvitað nóg af nammi.



Rennibrauta gleði við gáfum Benóný þessa rennibraut 
í afmælisgjöf svo var líka rennt sér á sólstólunum 
niður af heitapottinum svo þó að heitapotturinn sé 
alltaf bilaður kemur hann þó að einhverjum notum he he.


Hér má sjá hina rennibrautina sem við gerðum fyrir hana 
til þess að hafa hana lokaða með smá myrkri rosa stuð.


Og það var líka hoppað og skoppað. 
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.



Jæja það er svo langt síðan ég hef bloggað að 
það er til skammar. 
Þessi mynd er tekin um miðjan júlí og er þetta 
Aþena með gimbrarnar sínar undan Garra.



Hér er Hyrna með hrútana sína undan Rafal 
og ég tek það fram að þetta er 
gamla myndavélin mín 
því mín eyðlagðist í sumar og er það líka 
ástæða fyrir því að ég hef ekki verið eins 
myndaglöð í sumar en það fer batnandi 
því ég er búnað fá mér nýja Jibbí emoticon



Heyskapur hófst svo loksins eftir rigninga 
sumarið mikla 
og var hey víða úr sér sprottið 
en held við höfum bara 
fengið ágætis hey alla vega af Fögruhlíð 
og það er nóg af heyji til svo nú er 
bara ekkert annað í stöðunni að 
bíða eftir að skoða lömbin og fara setja á he he . 



Sóley með fóstur lömbin fyrir mig 
og hafa þau bara 
stækkað fínt þetta voru 
tvílembingar undan 
sitt hvorum gemlinginum sem 
ég skellti undir 
hana þegar hún missti lambið 
sitt í vor. 
Sóley er í eigu Maju systir.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inni



Fórum suður í júlí og fórum með 
Steinari ,Unni, Magga, Erlu og Emelíu 
í dýragarð í Mosfellssveit. 
Það var rosalega gaman þar 
fengu krakkarnir að klappa og halda 
á dýrunum og svo var hægt að kaupa 
2 hringi á hestbaki ekkert 
smá sniðugt sá þetta allveg í hyllingum 
að kaupa Mávahlíð bara 
og gera svona með búskapnum he he 
maður má láta sig 
dreyma það er markmið emoticon 
Á myndinni er Embla á hestbaki allveg í skýjunum.



Freyja og Birgitta að klappa kálf rosa gaman.


Svo voru þau bara með svona sand og leikföng og þetta 
var þvílíkt vinsælt hjá krökkunum.
Mér finnst þetta allveg snilld hjá þeim 
sem eru með þennan Dýragarð. 
Hér er Maggi og Erla að leika við Freyju og Benóný. 



Gullmolinn okkar orðinn tilbúinn og hér er 
meistarinn sjálfur hann 
Steini sem er búnað vera gera hann svona 
rosalega flottann fyrir heyskapinn.



Heyskapur í Tungu og Benóný heldur rosalega mikið 
upp á þennan gullmola hjá Sigga.



Það var hópað fólki saman að svæðinu 
á Verslunarmannahelginni og haldin smá 
brenna upp í Rauðskriðumel.


Fór loksins þegar stytti upp rigningunni og 
þegar það var búið að slá kirkjugarðinn á 
Brimisvöllum og skreytti fyrir hann pabba 
ég setti englastyttu sem ég á og týndi svo 
fjörugrjót úr Mávahlíðarfjörunni og 
smá Berg úr Kötluholti fyrir hann. 



Skreytti líka hjá Steina og setti annan engil 
svo setti ég líka lítið grjót hjá henni Gerðu í Tungu 
og það er frá Ósnum fyrir neðan Tungu.
 
Blessuð sé minning ykkar yndislega fólk.



Fórum í heimsókn til Inga Björns Meistara og 
Emil spilaði við hann Fifa. Hann elskar að spila Fifa með honum. 
Við fórum svo líka í húsdýragarðinn með Unni og Birgittu 
og margt fleira svo endilega kíkið hér inn í albúm ef þið viljið skoða.



Fórum á Super Sub að borða og mæli ég allveg geggjað með
þessum stað við gátum borðað í friði og krakkarnir léku sér 
í öllu flotta sem er í boði þar. Það er hægt að fá báta og pizzur 
og margt fleira og það bragðaðist allveg ljúffenglega.



Jæja þá er nýja myndavélin komin í gagnið og 
hér er Skvísa með hrútinn sinn.



Dóra með þrílembingana sína en það vantar hrútinn 
það er ekki langt síðan að hann fór undan svo 
ég vona að hann hafi frekar villst undan heldur en 
að hann sé dauður.



Rauðhetta með botnuflekkóttan hrút og 
botnuhosótta gimbur undan Glaum.



Rán með þrílembingana sína.



Hér sést svo gimbrin hennar líka.



Einn Guffasonur frá Jóhönnu.



Mírranda forrystu kindin mín með gimbrina sína. 
Gimbrin er reyndar blönduð og er undan Mugison 
svo hún er ekki allveg ekta forrysta.



Hríma hennar Jóhönnu með gimbur undan Ás.



Guffa synirnir hennar Jóhönnu þessir svörtu. 
Það má svo skoða þessar myndir hér inn í þessu albúmi.
 


Rúntur í ágúst allveg glænýtt. 
Hér er Frigg með gimbrina sína og hrút undan Kára.



Fyrir aftan Vigga hans Bóa með gráflekkótta gimbur og
það vantar hrútinn hennar hún tapaði honum snemma í vor. 
Síða er það Svana með gimbranar sínar undan Garra.



Botnleðja með þrílembingana sína undan Brján 
og svo Fíóna veturgömul með hrútinn sinn.



Draumarós veturgömul hún bar seinust og 
kom með karlömb eiginlega þau voru svo lítil 
en það er nú eitthvað að teygjast úr þeim núna.



Frá Sigga ég man ekki allveg hver hún er en 
hún er veturgömul og er með fallegan hvítan hrút.



Hér sést í Botnleðju og Snældu og hún er 
með 2 gimbrar undan Brimil og bind ég 
miklar væntingar við þær því 
Snælda átti 88 stiga hrútinn í fyrra.



Bolla gamla orðin lúin og fær að fara í haust blessunin 
en hér er hún heldur hölt með hrút og gimbur 
undan Glaum hans Sigga í Tungu.



Lotta frá Freyju og Bóa með 
hrút og gimbur undan Mugison.
 


Hriffla er hér til vinstri og er hún með þrílembinga 
undan Saum og mér lýst allveg rosalega vel á 
þá allavega er stærðin fín miðaða við að þau ganga öll undir.



Hænana í sveitinni hjá Bóa og Freyju 
ungaði þessum fallegu ungum út.


Ísey gemlingur undan Klett og Ísabellu með gimbrina sína. 
Það eru svo fleiri rollu myndir hér inn í albúmi hér.
 
Jæja þá er þetta stóra blogg loksins komið hjá mér 
og ég mun setja inn reglulega núna því núna eru 
börnin byrjuð á leikskóla og Freyja yngsta fer að 
fara í aðlögun svo þá mun gefast meiri tími fyrir 
mig að taka myndir og blogga. Bara spennandi 
tímar frammundan ú ég get ekki beðið eftir að 
smala þetta er svo æðislegur tími.
Flettingar í dag: 560
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 667411
Samtals gestir: 45754
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:44:43

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar