Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

14.09.2014 08:21

Benóný fer í Sandgerði í sund og fleiri rollur sjást.


Langþráður draumur Benónýs Ísaks rættist um seinustu helgi.
Benóný er 5 ára gamal sonur okkar og er með dæmigerða einhverfu.
Eins og flest einhverf börn er hann með áráttu. 
Áráttan hans núna er fyrir rennibrautum og 
varð Sandgerði þar efst á blaði og hann þarf að vita nákvæmlega hvar hún er
hvaða stað hún er rétt hjá það er mikið atriði hjá honum að tengja saman staðina.
Og veit hann núna nánast hvar allar rennibrautir eru á Íslandi og hverning þær eru
á litinn og hverju þær eru rétt hjá.

Svo það var mikið atriði hjá okkur að komast í sund í Sandgerði áður en sumarið
yrði á enda til þess að uppfylla þennan draum og er næsti draumur að fara í sund
á Hellu emoticon Já hann velur ekki nálægustu staðina þessi elska he he.

Það var rok og rigning og frekar kalt þegar við fórum í Sandgerði en það aftraði honum
ekki að prófa rennibrautirnar. Eins og þið sem þekkið Benóný  þá hefur Sandgerði
verið allveg í uppáhaldi og samdi hann meira segja lag sem ég setti á Facebook um
sundlaugina í Sandgerði og svo fékk hann líka afmælisköku sem ég reyndi eftir
mestu megni að líkja eftir sundlauginni í Sandgerði og má sjá hana neðar hér á blogginu.

Ég fór á mjög skemmtilegt námskeið sem nýtist vel fyrir þá sem eiga börn með einhverfu
og það heitir Cat kassinn og þykir mér hann mjög spennandi og stefni á að reyna prófa 
gögn úr honum til að nýta mér í að hjálpa Benóný. 
Það eru svo nokkrar myndir hér úr ferð okkar í Sandgerði.


Ég fór í fjöruferð um daginn með gullmolana okkar og það var allveg magnað 
hvað smá tilvera í náttúrunni getur glatt mann. 
Þau allveg elskuðu að hlaupa frjáls í fjörunni og auðvitað fattaði 
minn maður hann Benóný að klifra upp á barð 
og renna sér eins og í rennibraut.

Mikil hamingja hjá þeim að renna sér niður.
Þið getið svo skoðað fallegar myndir af þessu hér inn í albúmi.

Rollu rúnturinn gengur líka áfram og sá ég til lambakóngsins núna nýverðið sem fæddist
fyrstur og er kollóttur hrútur undan tvævettlu og Baug sæðishrút.

Hér er hann ásamt fleiri lömbum.

Svana með fallegu gimbranar sínar undan Garra.

Hér sést niður í Búland sem er fyrir neðan Búlandshöfða Höfða megin. 
Það eru ekki allir sem vita af þessum stað hann er fyrir neðan veg og þarna ganga
Höfða rollurnar mínar þær eru allveg hættar að fara lengra nema aðeins framm í brekku
framan á Höfðanum. Ég er mjög fegin því þá eru þær ekki að hanga á veginum.

Hér sjáiði veginn og Höfðann fyrir ofan og ef litið er niður sést ofan í Búland.
Þetta er mjög garalegt svæði að smala og alls ekki fyrir lofthrædda.
Það er nefla gömul kindaslóð sem liggur hérna niður og meðfram öllum Höfðanum
og er hún ekki mannfær bara rollufær.

Ófeig veturgömul hans Bóa með tvo hrúta undan Mugison.

Uppáhaldshrútarnir mínir undan Hyrnu ég er svo spennt fyrir þeim, þeir eru undan
Rafal sæðishrút.

Hér er Mjallhvít með móra sem var vanin undir og svo hvítan hrút undan Ás.

Flottur hópur hér Fíóna veturgömul með hrút undan Glaum hans Sigga og svo Snælda
með gimbranar sínar undan Brimil Borðasyni.

Drífa með gimbur undan Snævari og svo veturgömul frá Sigga með gráa gimbur og 
það er eina mislita lambið hans Sigga í ár.

Donna er hundurinn okkar og er hún aðal fjárhundurinn minn til að nálgast kindurnar
því það er svo skondið að þær eru svo forvitnar í hana að þær koma mikið nær þegar
hún er nálægt og þá næ ég betri myndum.

Þessar glytti í um daginn upp í Fögruhlíð og eru þetta Skuggadís og Ísabella og svo
Herdís hennar Jóhönnu með þeim. Þær eru svo styggar að ég gat rétt náð myndum af
þeim áður en þær tóku straujið aftur upp í fjall. 
Það eru svo miklu fleiri myndir af
þessu hér inni.

Jæja spennan er allveg að fara með mann núna rétt aðeins vika í smölun.
Ég veit að Birgitta vínkona mín er að smala núna um helgina og réttað hjá þeim
ó hvað þetta er æðislega spennandi tími. 

Jæja læt þetta duga að sinni en skrifa hér fljótlega aftur
kveðja Dísa
Flettingar í dag: 215
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 712055
Samtals gestir: 47029
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 15:07:28

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar