Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

02.03.2016 21:23

Sleðaferð í Mávahlíð og Krakkahöllin í Korputorgi

Það er fátt eins gaman eins og að fara inn í Mávahlíð í blíðskapar veðri og gera eitthvað
skemmtilegt í þessu æðislega umhverfi sem ég elska svo mikið. 
Það er eitthvað við æskuslóðir manns sem bindur mann svo sterkum böndum að 
maður bara getur ekki sleppt því. Ég nýt því þess að leyfa börnunum að kynnast því
á meðan við eigum þennan fallega stað enn þá. 

Benóný og stelpurnar að renna inn í Mávahlíð.

Embla á fullri ferð.

Freyja svo glöð að það skín úr andlitinu á henni.

Svo æðisleg gullmolarnir okkar í sveitinni að fara renna í snjóhúsa rennibrautinni sem
ég bjó til fyrir þau.

Svo gaman þegar veðrið er svona milt og gott. Við erum búnað fá svo góðan vetur
þetta árið það er mikill snjór og oftast nær gott veður.

Við fórum svo suður í dagsferð með krakkana og fórum með þau í krakkahöllina í 
Korputorgi sem er allveg æðisleg paradís fyrir börn. Því næst var farið í Kringluna
að borða og svo endað daginn á því að fara í Bíó.

Það var svo sannarlega þess virði að fara suður og sjá þessa miklu gleði sem skín úr 
andlitunum á krökkunum þegar þau fá útrás í þessum köstulum.

Embla Marína.

Víi svo gaman.......

Þessi ofurkastali er já svona skuggalega hár eins og hann virðist og það er mesta furða
að þau fóru öll í hann eins og ekkert væri og komu á fleygiferð niður meira segja 
Freyja litla hún allveg týnist þarna við að láta sig hafa það að klifra upp.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér af þessu öllu.

Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 986
Gestir í gær: 320
Samtals flettingar: 725937
Samtals gestir: 48076
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 05:04:26

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar