Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.07.2016 02:33

Rollu rúntur

Næla gemlingur undan Tvinna og Svönu með hrútinn sinn undan Máv.

Ýr með lömbin sín undan Vetur sæðishrút. Þessar myndir voru teknar um miðjan júní.

Fíóna með hrútana sína. Þeir eru þrílembingar einn var vaninn undir aðra.

Álft með lömbin sín undan Ísak.

Held að þetta séu lömbin hennar Frigg.

Skvísa með gimbranar sínar þrílembinga en hún gengur með 2.

Eldey með hrútinn sinn svo dökkmórauður. Vona að hann verði flottur.
Eldey keypti ég af Kristjáni á Fáskrúðabakka í fyrra svo falleg kind.

Ýr með lömbin sín tekinn aðeins seinna í júní.

Hyrna með hrútana sína undan Ísak.

Mírranda forrysta með lömbin sín undan Mugison.

Gimbur undan Vetur sæðishrút.

Hrúturinn á móti.

Gimbur undan Guggu og Zorró.

Gimbranar hennar Guggu ég á von á að þær verði báðar mjög fallegir gripir.

Svana með gimbrina sína undan Kölska sæðishrút.

Þetta er Glódís með gimbranar sínar sem ég var búnað ákveða að báðar yrðu settar á
en stuttu eftir að þessi mynd var tekin þá var keyrt á aðra þeirra.
Þær eru því miður alveg skæðar hjá mér að flakka yfir veginn hjá Tungu og Hrísum og 
yfir Tungu Ósinn og það er en meiri hætta eftir að vegriðið var lengt.

Snælda með gimbrnar sínar undan Ísak.

Þota með lömbin sín undan Máv. Ég held að þetta verði miklir gullmolar.
Þota er Garra dóttir og ein af mínum uppáhalds kindum.

Já ég náðist á mynd í fyrsta sinn að snú á gamla traktornum. Skil ekki afhverju ég var
ekki látin gera þetta fyrr þetta er bara mjög gaman og ég skemmdi ekki neitt he he en
var pínu stressuð að muna hvernig ég ætti að stoppa og drepa á honum en það 
hafðist allt saman svo stolt af mér he he. Nú er ég orðin alvöru bóndi emoticon


Nál gemlingur með hrútinn sinn.

Maggý gemlingur frá Jóhönnu með lambið sitt.

Verið að heyja inn í Fögruhlíð. Svartbakafellið er fallega fjallið sem blasir hér við svo 
tignarlegt og flott. Fleiri myndir í albúmi hér.

Ég ætla reyna vera dugleg að fara rollu rúnt núna og ná fleiri myndum af lömbunum en
læt þetta vera nóg að sinni.
Flettingar í dag: 564
Gestir í dag: 198
Flettingar í gær: 423
Gestir í gær: 171
Samtals flettingar: 2016208
Samtals gestir: 278394
Tölur uppfærðar: 27.1.2021 20:46:46

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar