Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

10.10.2016 12:06

Sláturmat og Kaupferð í Hraunháls.

Jæja þá er komið af erfiðasta kaflanum í sauðfjárræktinni og finnst mér það vera slátrunin
sérstaklega þegar þarf að kveðja gamlar og ungar ær sem verða ónýtar.
Að þessu sinni verður sárast að kveðja hana Huldu okkar sem er svo rosalega sterkur
karekter í húsunum hjá okkur. Emil á hana og það er alveg magnað að sjá þegar hann 
kallar á hana og hún kemur hlaupandi til hans í von um að fá brauðbita. Hún er sem 
sagt ein af þessum kindum sem eru mikið fyrir brauð nema hún er alveg ótrúlega nösk
að finna þegar maður er með það og má ekki heyra smá skrjáf þá er hún komin eins og 
píla með tunguna lengst út. Jæja en nú er það mál komið að hún kviðslitnaði í vor og hefur
ekki verið að fóðrast eins vel og hún ætti að gera svo eitthvað meira er að hrjá hana.

Hér er hún uppáhaldið hans Emils það verður ekki eins að koma í húsin í vetur þegar
vantar hana Hullu hans hennar verður sárt saknað emoticon

Þær voru tvær sem drápust í sumar það voru Rósalind og Kría. Við þær bætast svo
þessar sem verða slátraðar núna og það eru Hulda, Kápa, Líf, Skálmöld, Búkolla
Gaga og Draumarós. Ég var svo heppin að Freyja, Bói og Bárður sáu um slátrunina
fyrir mig og ég fékk að sleppa því að vera viðstödd þegar þær fóru og þakka ég þeim
óendalega mikið fyrir það því mér finnst þetta svo erfitt þegar það eru svona fullorðnar
kindur sem maður er búnað mynda svo mikil tengsl við.


Dóra mín átti að fara líka hún er einspena fékk júgurbólgu í fyrra sem hefur ekki náð að
lagast og var hún komin í sláturhópinn en ég sleppti henni út og ákvað að gefa henni
eitt ár í viðbót ég held svo rosalega mikið upp á þessa kind enda er þetta fyrsta kindin
hans Benónýs sem Bárður og Dóra gáfu mér þegar hann fæddist.

Af 122 lömbum voru 17 slátruð heima. 23 voru seld til lífs. 16 gimbrar verða settar á plús
ein sem ég keypti af Gumma Óla. 2 Hrútar verða settir á og einn keyptur alls 3 en með 
Sigga verða 6 lambhrútar á Samvirkjubúinu okkar í Tungu í vetur.

64 lömb fóru í sláturhús og var gerðin 10,25 meðalvigt 19,71 og meðalfita 7,86

Hjá Sigga fóru 33 lömb í sláturhús gerð 10,64 meðalvit 19,38 og meðalfita 8,06

Hjá Jóhönnu fóru 10 lömb gerðin var 10,1 meðalvigt  21,07 meðalfita 8,8

Það var svo að koma víða vel út sláturmatið.

Hjá Gumma Óla Ólafsvík var gerðin 11 meðalvigt  22,4 og meðalfita 8,53 af 15 lömbum.

Hjá Óttari á Kjalveg var gerðin 11,6 meðalvigt 20 og meðalfita 9 af 30 lömbum


Embla og Freydís komu með okkur í kaupleiðangur í Hraunháls og voru mest hrifnar
af ferhyrnda fénu.

Hér er einn glæsilegur sem þær voru mjög hrifnar af.

Ég á eftir að taka betri mynd en þessi hvíti lambhrútur er nýji kollótti hrúturinn okkar.
Hann er með 18 í læri og er 84,5 stig. Hann á móflekkótta móður sem ég var alveg 
dáleidd af. Faðir hans er Magni sem er frá sæðingarstöð.

Þetta er móðirin sem er við jötuna gríðalega stór og falleg kind.
Það verður spennandi að nota þennan hrút í vetur og sjá hvort við fáum móflekkótt.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

Ég minni svo á þessa auglýsingu

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2016

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi verður haldin laugardaginn 15. okt 2016.

  • Fyrri hluti sýningarinnar verður haldinn að Gaul í Staðarsveit og hefst kl. 13.00.
Á þeirri sýningu verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi til að fá upp í kosnað sýningarinnar.
  • Seinni hluti sýningarinnar verður haldin að Haukatungu Syðri 2 Kolbeinsstaðarhrepp og hefst kl. 20.30.
Verðlaunaafhendingin verður að lokinni sýningu í Haukatungu.

Við viljum hvetja sauðfjárræktendur að mæta með sína gripi á sýninguna og taka þátt í uppskeruhátíð sauðfjáræktenda á Snæfellsnesi.

          Nefndin

Reglur vegna lambhrútasýningar  Snæfellsnesi
* þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrútar skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.

Flettingar í dag: 624
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 2052
Gestir í gær: 304
Samtals flettingar: 1854405
Samtals gestir: 240182
Tölur uppfærðar: 9.8.2020 13:32:58

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar