Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

31.12.2016 02:39

Fengitími að byrja og skreytt jólatréð

Hér er hún Embla með Hröfnu sína sem er uppáhalds kindin hennar. 
Hún kemur hlaupandi til Emblu þegar hún heyrir röddina hennar alveg einstök kind.

Svo dugleg að hjálpa mömmu sinni að gefa.

Hrafnarnir sem fylgja bænum Tungu eru oftast ekki langt frá þegar ég kem að gefa og
í þetta skipti náði ég mynd af þeim upp á fjárhúsinu.

Mávur og Ísak eru komnir til baka frá Gaul svo nú fer ég að byrja að hleypa til á fullu
núna 18 des. Fyrstu kindurnar fengu 13 des og svo byrjaði ég að sæða 15 des til 18.
Við höfum þá svona bundna og það bjargar mér alveg á fengitímanum því ég á í fullu
basli að ráða víð þessa stóra hrúta. Þeir eru bara í hestataum og ég losa þá bara þegar
ég þarf að nota þá og ekkert streð og basl að allir séu að reyna að koma í einu. Þeir
eru ekkert ósáttir við þetta heldur læra þetta strax. Ég nota svo einn hrút fyrst til að leita
og ég set á hann poka svo ég sé ekki að missa hann á ærnar sem eru að ganga he he
því stundum ræð ég ekki svo glatt við hann Korra sem ég nota til að leita með þó hann 
sé mesta gæða blóð þá hem ég hann ekki þegar blæsmandi ær er annars vegar.

Hér er Korri hann er Garra sonur hjá Sigga og er alveg gríðarlega stór hrútur.

Lambhrútarnir.

Hér er svo verið að skreyta jólatréð rosa spenningur.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.
Flettingar í dag: 1425
Gestir í dag: 249
Flettingar í gær: 1520
Gestir í gær: 208
Samtals flettingar: 731066
Samtals gestir: 48938
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 13:48:28

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar