Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

07.02.2017 20:45

Tófan er vör um sig.

Hér er gömul grein úr morgunblaðinu um viðtal við pabba í Mávahlíð 1997.
Ég held ég hafi áður verið búnað setja þetta hér inn á síðuna eða allavega
eitthvað svipað en náði þessu svo vel núna og skrifaði upp textann svo hægt
væri að lesa hann alveg. Það er alveg yndislegt og fróðlegt að geta nálgast
þessar gömlu greinar þær eru alveg gull.


Meðan landsmenn leggja land undir hjól og vængi og fara víða í sumarleyfum sínum fer Leifur Ágústsson, bóndi í Mávahlíð á Snæfellsnesi, helst upp í fjöll að leita að lágfótu sem dældirnar smó. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti Leif fyrir skömmu og ræddi við hann um líferni tófurnnar og tófuveiðar hans, en hann er með afkastamestu tófubönum hér á landi.


Mávahlíð var um tíma 430 fjár en nú hefur fénu fækkað heldur á þeim bæ, það er þó kvótinn en ekki tófan sem höggvið hefur skörð í hópinn og á hún þó harma að hefna, svo mörgum tófum hefur Leifur Ágústsson bóndi í Mávahlíð banað um dagana. Leifur býr ásamt konu sinni, Huldu Magnúsdóttur og fjórum börnum í fallegu myndarlegu íbúðarhúsi og þegar litast er um í stofu þeirra hjóna sést greinilega að þótt fénu hafi fækkað hefur vænleiki þess ekki minnkað, uppi á vegg er skjöldur útskorinn af Ríkarði Jónssyni sem Búnaðarsamband 
Snæfellsnes og Hnappadalssýslu veitir fjórða hvert ár þeim sem á besta hrútinn á Héraðssýningu. Skjöldinn hafa Leifur og Þorsteinn bróðir hans, sem einnig er bóndi í
Mávahlíð, fengið þrisvar í röð og einu sinni áður. Leifur vill lítið tala um þetta efni.

Honum verður hins vegar heldur liðugra um mál þegar talið berst að tófuveiðunum. 
Hann fór ungur að stunda veiðar. Það hefur alltaf verið mikið af tófu á þessum slóðum segir Leifur.
Ég lenti í því að vera á grenjum með Þórði á Dagverðará. Hann er mjög skmmtilegur, þótt ekki sé kannski allt mjög nákvæmt í hans frásögn. Mér eru þessar ferðir minnisstæðar þótt ekki yrðu þær margar. Bjarni Vigfússon á Kálfárvöllum í Staðarsveit hefur hins vegar verið
veiðifélagi minn um langt skeið, síðan 1983 höfum við náð 1.020 dýrum. 

En Bjarni er nú orðinn verktaki og hefur því minna getað verið við veiðarnar en áður.
Það gerist vissulega ýmislegt þegar maður skýtur um hundrað dýr á sumri.
Það hefur verið einkennilega mikið af tófu undanfarin ár, þær hljóta að koma einhvers
staðar að, kannski úr Dölum og norðan af Hornströndum.

Þær koma út á nesið þegar líður á veturinn, hér í fjöllunum er gífulega mikið æti,
þær lifa mikið á Múkka og eggjum á vorin.

Það hafa verið tófur í sömu grenjunum allt frá fyrstu tíð. Ef greni er unnið er komin ný
tófufjölskylda í sama grenið árið eftir.
Ég hef legið greni á sjötíu og einum stað á Nesinu.
Það þarf að liggja yfir grenjunum og bíða eftir að tófan komi, það getur verið mikið þolinmæðisverk, stundum þarf maður að vaka alla nóttina, og er þetta líka kalsamt starf en útbúnaðurinn er orðinn svo góður að maður finnu reyndar lítið fyrir því.

Tófur éta stundum lifandi kindur upp að augum. Leifur segir fátítt að refir leggist á búfénað, það var meira um slíkt áður fyrr, líklegra er meira æti núna og kannski voru tófur
fleiri áður segir hann.

Hann kveðst vera með góðar byssur, riffla og haglabyssur. Ekki segist hann vera við 
þessar veiðar af því að honum sé illa við tófuna. En ef henni fjölgar mikið getur hún orðið til vandræða. Ef kindur eru afvelta ræðst tófan stundum á þær og étur þær jafnvel upp að augum lifandi.

Hrafninn er þó enn skæðari, hann á ekkert gott skilið. Hann ræðst á lömb og kroppar
úr þeim augun og rekur jafnvel út þeim garnirnar, það er hald Leifs að ef tófurnar
væru ekki drepnar myndi þeim fljótlega fjölga óhóflega.
Nítíu og tvær tófur unnu þeir Leifur og Bjarni í fyrra en hundrað og fimmtán árið þar 
áður. Yrðlingar í hverju greni eru frá þremur og upp í átta, yfirleitt þó um fjórir.
Ég spyr Leif hvort hann hafi fallið í þá freistni að taka með sér yrðling heim.


Ég er búinn að vera með yrðlinga hér heima í mörg ár, svarar hann.
Ég hef tekið með mér einn og tvo á hverju vori og leyft þeim að vera hér frjálsum, þeir
eru misjafnir í umgegni, sumir eru grimmir en aðrir gæfir og hægt að venja þá eins og hvolpa, það má finna þetta strax þegar þeir eru teknir, sumir hreyfa sig ekki en aðrir eru kolvitlausir.

Ég tek auðvitað fremur þá sem eru rólegri og þeir eru betri en kettir, þeir hafa aldrei
bitið krakkana hérna. Sumir gera sig heimakomna, einn var meira segja kominn upp
í hjónarúm til konurnnar minnar, og oft hanga þeir á eldhúsglugganum og horfa á 
fólkið borða, segir Leifur. Enginn yrðlingur er þó í Mávahlíð um þessar mundir.


Leifur sýnir mér mynd af yrðlingi sem var heimagangur á bænum. Hann kom allann 
veturinn og var mikill vinur krakkanna, en ég varð að skjóta hann um vorið, hann var
skaðræðisskepna í varpinu hér á bæjunum í kring.
Hann kom alltaf hér á morgnanna að fá sér að éta en samt réð hann ekki við sig.

Ef tófan kemst í æðarvarp er hún að alla nóttina, að tína upp eggin og hlaupa með þau
sitt á hvað. Hún étur þau ekki en felur þau út um allt og ætlar svo að éta þau seinna.
Ein tófa getur rústað heilu æðavarpi á einni nóttu.

Tófurnar í sama greni búa við fjölskyldusamheldni. Leifur veiðir líka mink.
Hann er miklu heimskari en tófan og talsvert grimmari segir Leifur.
Hann kveður tófuna mjög vara um sig, þær leita að grenjunum og koma alltaf með 
eitthvað handa yrðlingunum. Ef þær finna lyktina af manni verða þær styggari.

En eftir að þessir nýju rifflar komu er hægt að skjóta tófurnar á löngu færi.
Einkennilegt er það að þótt eitt dýrið sé skotið og hitt komi svo og sjái dauðu tófuna
virðist hið síðar komna ekki gera sér grein fyrir að tófan sé dauð, heldur fer að hoppa
í kringum hana, kannski með gleðilæti jafnvel þótt fallna tófan sé sundurtætt eftir
skotið.

Hræðsluhljóð í fuglum vísar á tófur

Oft er hægt að skjóta margar tófur í kringum æti á veturna og þótt þær liggi dauðar kringum ætið koma hinar lifandi og virðast ekki taka eftir þeim dauðu, heldur fara beint í ætið, þær vara sig yfirleitt ekki.
Þegar legið er á greni má heyra langar leiði þegar tófan er að koma, fuglarnir í kring
gefa frá sér hræðsluhljóð.

Flest allir fuglar hafa vísað mér á tófur nema helst rjúpan.
Sumir fuglar ráðast að tófunni t.d. kjóinn, tófunni er mjög illa við kjóann.
Henni er líka illa við örninn og hefur mikinn vara á sér ef hann er nálægt.
Tófan reynir líka að varast manninn ef hún finnur af honum lyktina.
Tófan treystir nefinu betur en sjóninni þótt hún sjái mann fer hún alltaf í sveig upp í vana.

Fyrst náði ég lengi vel engu dýri, en svo fór þetta að koma. Veiðimenn þurfa fyrst og fremst að vera rólegir og þolinmóðir. Menn þurfa kannski að bíða í 7 til 8 klukkutíma
og ekkert gerist, svo kemur allt í einu tófan. Biðtímann nota menn til þess að fylgjast með
umhverfinu, það fer því ekki hjá því að ýmislegt lærist af því sem gerist í náttúrunni.

Leifur sýnir mér myndbandsupptöku af tófu sem fyrir nokkru var heimilsvinur í Mávahlíð.
Þar sést að tófur borða jólakökur og leika sér við heimilshundinn eins og um bestu vini væri að ræða. Þessi tófa ólst upp með hundinum segir Leifur. Tófan í myndinni fer að 
borða egg og hleypur síðan upp í fjall. Flest þessi dýr hafa hlaupið burt og ekki sést
meira og ég hef kannski skotið þau seinna. Skinn af föllnum dýrum eru ekki nýtt en 
skottunum er skilað og fyrir þau er greitt, segir Leifur að lokum.
Flettingar í dag: 1198
Gestir í dag: 190
Flettingar í gær: 1352
Gestir í gær: 248
Samtals flettingar: 729319
Samtals gestir: 48671
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 21:04:13

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar