Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

23.04.2017 22:37

Heimsókn til Birgittu og Þórðar á Mörðuvelli

Jæja það hlaut að koma að því að ég fengi loksins brúðkaupsferðina mína uppfyllta eða öllu

heldur rollu ferðina mína til Birgittu og Þórðar á Mörðuvelli að vetri til. Ég er búnað bíðja um

svona ferðalag lengi og loksins varð það núna að veruleika.

Það var alveg yndislegt að koma til þeirra og alveg dekrað við okkur.

Auðvitað lá svo ferð okkar eftir spjall og mat í eldhúsinu upp í fjárhús að skoða kindurnar.

Hér eru krakkarnir á undan okkur á leið upp í hús.

Hér eru lambhrútarnir sá lengst til hægri er sá sem þau fengu hjá okkur og er undan

Mjallhvíti og Máv og heitir Mávur hjá þeim. Sá í miðjunni er heimaræktun hjá þeim og

hann er alveg rosalega fallegur. Það verður spennandi að sjá hvað þeir gefa.

Hérna er ein sem kom hlaupandi til Birgittu.

Embla komin með eina vínkonu sem vill víst bara tala við krakka en ekki fullorðna he he.

Freyja líka búnað koma sér í mjúkinn hjá þessum.

Þessi hvíta hyrnda fékk Birgitta og Þórður hjá mér og hún er undan Krónu og Mola.

Það sést alveg Mola svipurinn á henni.

Æðislegur veggurinn hjá Birgittu í fjárhúsunum. Þetta er sko meistaraverk.

Þetta finnst mér líka alveg snilldar hugmynd og á örugglega eftir að herma eftir og láta

Sigga gera svona hjá sér he he. Svo flott skipulag á verkfærunum.

Hér er Birgitta með eina uppáhalds sem fær smá fóðurbætir.

Benóný eignaðist líka vínkonur og hafði gaman að.

Verið að fylla á vagninn.

Hér fer svo Birgitta með vagninn að gefa og núna er hún búnað loka jötunum og opnar þær

svo aftur þegar hún er búnað gefa á allan garðann.

Í ís partý heima hjá Birgittu og þar blasa rollu myndirnar líka við alveg yndislegt að sjá.

Árlega myndartakan okkar varð auðvitað að eiga sér stað he he. Þetta er svo magnað

að við höfum kynnst og náð svona rosalega vel saman við kynntumst bara í gegnum

heimasíðurnar og Birgitta rakst á mína síðu og hafði samband við mig og síðan þá

höfum við myndað æðislegan vinskap. Er svo þakklát fyrir að hafa kynnst henni og

Þórði þau eru alveg yndisleg og svo gaman að koma til þeirra.


Það eru svo fleiri myndir af ferðinni okkar hjá þeim hér inn í albúmi.


Ferðinni okkar var svo ekki lokið hún er rétt að byrja því næst lá leið okkar austur en það verður meira af því í næsta bloggi.




Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 534
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 719402
Samtals gestir: 47456
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 23:46:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar