Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.05.2017 20:36

Sauðburður hafinn í Tungu

Jæja þá er biðin loksins á enda. Ég reyndar var ekki viðstödd en Siggi tók á móti fyrstu lömbunum hjá okkur en það voru sæðis lömb undan Bifröst gemling, hún var með hrút og gimbur undan Vin sæðishrút og allt gekk vel. Þetta gerðist í gærkveldi um 7 leytið.

Síðan þá hefur ekkert skeð og ég bíð en í eftirvæntingu eftir að verða vitni að fyrsta burðinum hjá mér þetta árið he he.

Hér er hún Bifröst hún er undan Dröfn og Ísak.

Stelpurnar komu að skoða fyrstu lömbin hér eru Freyja, Embla og vínkona hennar Freydís.

Benóný kom líka að skoða lömbin.

Það eru nú margar orðnar nokkuð burðarlegar og alveg að sprínga þegar þær eru

búnað éta. Jæja það hlýtur að fara gerast eitthvað meira í nótt. Látum þetta duga þangað

til fleiri koma.

Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 213
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 2094363
Samtals gestir: 284906
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 07:49:42

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar