Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.09.2018 23:38

Rúntur 10 - 12 sept

Þessir tveir vaka yfir okkur í Tungu þeir fylgja bænum.
Hér er gemlings lambið sem var svo spakt í vor og drakk pela fyrst en plummaði sig svo
mjög vel. Það verður svo gaman að sjá það um helgina og sjá hvort hún verði enn svona
gæf.
Þessir móflekkóttu eru undan Skrýtlu og Tinna hans Gumma Óla.
Þessi er undan Tungu og Bjart sæðingarstöðvarhrút.
Þessi er undan Dröfn og Berg sæðingarstöðvarhrút.
Þessi gimbur líka þau eru þrílembingar en ganga tvö undir.
Hér er Dröfn 12-008 með lömbin sín undan Berg.
Birta 17-006 með hrútinn sinn undan Kraft 17-002.
Gimbur undan Gló 15-020 og Svan 17-001.
Hér eru þau saman lömbin undan Gló og Svan 17-001.
Fór og gaf brauðgenginu hennar Jóhönnu.
Þrílembingur undan Skvísu sem gengur undir Hnotu. Hún er undan Klett sæðingarstöðvar
hrút.
Hrúturinn hennar Hnotu hann er undan Berg sæðingarstöðvar hrút.
Þessi eru undan Hrímu hennar Jóhönnu og Svan.
Þau eru fæddir þrílembingar og ganga tvö undir.
Kvika með gimbur undan Klett sæðingarstöðvar hrút.
Þessi er undan Arenu 16-018 og Glám hans Sigga í Tungu.
Annar hrúturinn er undan Hriflu 12-005 og Tvist sæðingarstöðvar hrút og hinn er 
undan Skuggadís 10-010 og Klett sæðingarstöðvar hrút.
Hér er Hrifla með þá.
Þessi er undan Skuggadís 10-010 fædd þrílembingur og gengur undir Nótt hans Sigga og
er líka undan Klett sæðingarstöðvar hrút.
Hér er hún með Nótt.
Arena með hrútinn sinn undan Glám.
Þessi er undan Tinna hans Gumma Óla og Sprengju 17-003. Gengur undir Skessu hans
Sigga.
Gimbur frá Sigga undan Skessu og Ask.
Hér eru þau aftur.
Hér er Skessa með þau.
Finnst þessi svo mikið krútt hann er frá Sigga og er undan Völu og Korra.
Mjög fallegur hrútur.
Hér er Vala með lömbin sín.
Gola hans Sigga með sæðingana sína sem eru fæddir þrílembingar og ganga tveir undir
og þeir eru undan Berg.
Þessi eru undan Zeldu 13-007 og Kraft 17-002.
Ég er svakalega spennt fyrir að sjá þennan svarta almennilega hann var svo rosalega
áberandi breiður á framan sem lamb. Hlýtur að vera með góðan frampart.
Móana 17-015 með gimbrina sína undan Láfa hans Óla.
Vaíana 17-014 hún var geld núna gemlingur.
Ronja 17-017 með gimbrina sína undan Grettir hún er fæddur tvílembingur og hitt á móti
var vanið undir Rjúpu.
Litla Gul hans Sigga með gimbur undan Ask 16-001.
Hér er hún ég segi að hún verði með 19 í læri þessi hún er alveg svakalega þykk og
falleg sést ekki alveg á þessari mynd því það hefur verið rigning síðustu daga svo þau eru
smá blaut.
Þessi hrútur gengur undir Litlu Gul og er undan Skuggadís og Klett sæðingarstöðvar
hrút.

Jæja spennan orðin mikil og nóg að gera við Bói erum búnað vera alla vikuna að dæla út
og ég að þrífa líka á morgnana og ég náði að klára að þrífa í morgun. Það eru enn nokkrar
haugsugur eftir að dæla út en kanski í mesta lagi 5 ferðir. Bói er búnað fara 40 ferðir síðan
hann byrjaði að dæla út og bera á Fögruhlíðina og Kötluholtið. Við reiknum með að klára
þetta á morgun og þá er hægt að fara negla niður grindurnar og gera klárt fyrir smölun.
Siggi er búnað vera græja girðinguna og setja nýja staura og laga þar sem orðið var lélegt.
Við gátum ekki aðstoðað hann þvi við vorum að dæla út en þetta gekk bara mjög vel hjá
honum. Svo þetta fer allt saman að fara bresta á.
Hér má sjá barkann sem við notum til að dæla út og svo hrærum við 
upp í með járninu og drögum að stútnum og eins að ýta að með spýtu.
Þetta er búið að vera algerar þrælabúðir fyrir aumingja Bóa hann er í fullri vinnu til 5 
á daginn og kemur svo beint hingað að dæla út með mér til 9 öll kvöld í þessari viku.
Ég búnað þrifa 5 krær.
Þetta fer að vera glæsilegt hjá okkur enda má ekki seinna vera því smölun hefst á 
föstudaginn.
Það var svakaleg blíða í dag hjá okkur og framm eftir kveldi þegar við vorum að dæla út.
Bói átti erfitt með að sjá út um rúðuna á traktornum því það var svo mikil sól.


Jæja læt þetta duga í bili verð að fara henda mér í háttinn emoticon 

Það eru svo fleiri lamba myndir hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 865
Gestir í dag: 261
Flettingar í gær: 830
Gestir í gær: 243
Samtals flettingar: 1896273
Samtals gestir: 250631
Tölur uppfærðar: 23.9.2020 15:29:08

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar