Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.09.2018 08:46

Smalað Höfðann og Mávahlíðina 14 sept

Jæja nú get ég loksins gefið mér tíma til að fara blogga. Það er búið að vera gersamlega
allt á haus hjá okkur að gera. Við smöluðum Búlandshöfðann á föstudaginn og ég fór með
hörku duglega smala með mér börnin mín og vínkonu þeirra. Þau voru ótrúlega dugleg
og löbbuðu langa leið með mér. Það gekk vel að smala innst í Höfðanum og koma þeim 
út eftir en þegar við fórum að sækja Mónu Lísu og Möggu Lóu upp í hlíð endaði það með að
ég fór alveg upp á fjall til að komastí veg fyrir þær. Ég var að þrotum komin að elta þær fram
og til baka þegar ég náði á Sigga sem var búnað vera príla með mér í hlíðinni og fékk hann
til að koma upp og aðstoða mig. Við náðum að komast fyrir þær en misstum þær svo fyrir
ofan útsýnispallinn í Höfðanum og þá kom Maja okkur til aðstoðar líka. Ég endaði svo með
því að fara príla aftur upp og fara fyrir ofan útsýnispallinn og fékk mikið áhorf meðal 
túrista sem voru þar he he. Við komum henni svo loksins niður og gátum haldið áfram að
reka inn í Mávahlíð. Til aðstoðar við okkur bættist svo við Bói,Gummi og frændi hans og 
Hörður í Tröð.

Hér eru duglegu smalarnir mínir Freyja Naómí,Hanna Líf, Embla Marína og Benóný Ísak.

Hrygna með hrútana sína undan Grettir.

Von með hrút og gimbur undan Móra sæðishrút.

Benóný svo duglegur.

Embla að horfa niður í Búland.

Svo gaman hjá þeim og orðið heldur kalt.

Fía Sól með gimbranar sínar undan Ask.

Hér eru þær að fara undir Búlandshöfðann það er hægt að ganga á eftir þeim undir
honum öllum.

Hér er Siggi að reka niður á Mávarhlíðarhellu.

Hér sést yfir til Ólafsvíkur.

Ég komin upp í Hlíð.

Búnað fá Sigga með mér lengst upp að klettum.

Hérna er óþekka Móru gengið.

Hér eru þær búnað hlaupa fram og til baka með mig upp á fjalli.

Flott útsýni niður af fjallinu.

Svo fallegt niður í fjöru við Mávahlíðarhelluna.

Hrúturinn hennar Þoku svo flottur ég vona að hann komi vel út.

Hér er hún með gimbrina og hrútinn sinn undan Grettir.

Komin inn í Mávahlíð. Stóra fjallið sem blasir við er Svartbakafellið og það verður smalað
á morgun þá förum við upp í Búlandshöfða og yfir fjallið hér fyrir ofan Mávahlíð og alla
leið að Svartbakafellinu.

Gummi að aðstoða okkur hann á líka fé á sama stað.

Jæja loksins búið að koma fénu upp í Tungu. Ég byrjaði að smala hálf 10 um morguninn
og nú erum við kominn á áfangastað og klukkan er að verða 7.

Hér upp á fjalli var ég og Siggi að elta Mónu Lísu og Möggu Lóu.

Jæja þá var búið að reka inn í girðingu og skvísurnar mættar til aðstoðar.

Gaman að leika sér í kerrunni og þykjast vera kindur.

Emil , Siggi og Bói að klára negla niður grindurnar eftir að við vorum búnað dæla út og 
þrífa.

Það er farið að rökkva þegar við fórum svo að reka inn og sjá hvað væri komið af kindum.

Draumaliturinn minn komin heim. Móhosótt með krónu.

Mamma með Emblu og Freyju.

Bibba og Valli og Óli Tryggva kom með þeim að athuga hvort þau ættu eitthvað fé og þau
áttu bara eina rollu með tvö lömb.

Hér er ein fallega flekkótt. Hún er undan Brælu og Kraft.

Fallegur hrútur frá Gumma Óla.

Freyja að klappa Eik.

Þá er þessi smaladagur á enda og gekk hann mjög vel fyrir utan eltingarleikinn við Móru
og svo misstum við nokkrar upp fyrir ofan Fögruhlíð aftur upp á fjall. Ég er komin með
meira en helming af mínu féi en Sigga vantar slatta en restin kemur öll sömul á morgun.

Það eru svo fleiri myndir af smalamennskunni hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 1613
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 792
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 1689523
Samtals gestir: 225218
Tölur uppfærðar: 23.2.2020 17:22:32

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar