Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.09.2018 12:42

Hrútasýning Veturgamla 2018 á Hömrum Grundarfirði

Hrútasýning veturgamla fór framm núna síðast liðinn þriðjudag. Það var vel mætt af fólki en 
heldur minna af hrútum ég tók nú ekki alveg eftir hversu margir hrútar voru en það var allavega ein kró af hrútum í bland kollóttum,hyrndum og milslitum. Það voru milli 30 til 40 manns sem komu.
Ég bakaði eina skúffuköku og Dóra var með salat og ég með grafinn lax og við fengum brauð úr bakaríinu hjá honum Eiríki í Stykkishólmi. Auðvitað vantaði svo ekki árlegu kjötsúpuna sem ég gerði núna í fyrsta skipti og tókst bara vel til eftir því sem mér var sagt því ég hef aldrei borðað kjötsúpu svo ég get ekki dæmt um það. Jóhanna aðstoði mig við kaffið og að skammta súpuna í skálar og við vorum með tvo potta af súpu og það fór einn og hálfur pottur af súpu. 
Lárus Birgisson og Anton Torfi Bergsson komu að dæma hjá okkur hrútana.
Það var frábær aðstaða að vana hjá Bárði og Dóru og vakti mikla lukku hjá krökkunum sem
komu á sýninguna að það var rennibraut og kar sem hægt var að róla í inn í hlöðu. 
Veittir voru 3 farandsbikarar til eins árs fyrir besta hyrnda hrútinn, kollótta og mislita.
Besti hvíti hyrndi hrúturinn er nr Jökull 17- 202 undan Ketil og Ofurflekku.
Hér er Jón Bjarni og Sól dóttir hans með verðlauna bikarinn og hrútinn.

90 kg 119 fótl 39 ómv 4,7 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 8,5 9,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

Það er gaman að segja frá því að hann á ættir að rekja til mín því Ketil keypti hann af mér og
er undan Hriflu 12-005 minni og Hæng 10-903 sæðingarstöðvarhrút.
Orfurflekka 14-100 er frá Bergi og á ættir að rekja til Grábotna.
Þetta er svakalega flottur hrútur hjá þeim.
Jökull 17-202. Frá Bergi
Hér er Lárus búnað raða upp í sæti í hvítu hyrndu.
 2.sæti var Hlúnkur frá Sigga í Tungu sem er undan Máv sæðingarstöðvarhrút.
móðir Skessa frá Sigga.

92 kg 116 fótl 34 ómv 8,7 ómf 4,5 lag
8 8,5 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 87 stig.
Hér er hann Hlúnkur 17-450 frá Sigga í Tungu.

3.sæti var Svanur 17-001 frá mér og Emil hann er undan Máv líka og Svönu frá okkur.
Þar er gaman að segja frá því að Svana á ættir að rekja til Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi.
Svana er undan Mola sem ég fékk hjá þeim og var undan Róna 08-201.

90 kg 120 fótl 37 ómv 5,2 ómf 5 lag.
8 8,5 8,5 9 9 18 8,5 8 8,5 86 stig.

Besti kollótti hrúturinn var frá Ólafi Tryggvasyni Grundarfirði.
Mjaldur 17-601 undan Steðja og Gullbrá.

82 kg 114 fótl 36 ómv 6,4 ómf 4 lag
8 8,5 9 9 9 18,5 8,5 8 8 alls 86,5 stig.
Hérna er Óli með frábæra hrútinn sinn.
Hér er hann Mjaldur.

Í öðru sæti var Steðji undan Ebita 13-971 sæðingarstöðvarhrút, frá Ragnari og Guðfinnu á 
Kverná Grundarfirði.

78 kg 115 fótl 32 ómv 6,9 ómf 4 lag
8 9 9 8,5 9 18 8 8 8 alls 85,5 stig.

Hér sjást þrír efstu kollóttu hrútarnir.

3.sæti kollóttu er Haki 17-282 undan Fannar 14-972 og Stjörnu 11-027, Frá Ragnari og 
Guðfinnu á Kverná Grundarfirði.

77 kg 118 fótl 34 ómv 5,6 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 8,5 8,5 17,5 8,5 8 8,5 alls 84,5 stig


Besti misliti hrúturinn var frá Óla Tryggvasyni Grundarfirði og má með sönnu segja að 
hann hafi toppað sýninguna með því að eiga bæði besta kollótta og mislita hrútinn.
Glæsilegir hrútar hjá honum og frábær ræktun.

Söðull 17-602 undan Bug og Von.
80 kg 119 fótl 36 ómv 5,9 ómf 4 lag
8 9 8,5 9 8,5 18 8 8 8,5 alls 85,5 stig.

Hér er önnur mynd af Söðul sem er besti misliti veturgamli hrúturinn.

2.sæti var Bangsi 17-283 undan 15-403 og Hjördísi 12-199 , frá Ragnari og Guðfinnu á Kverná Grundarfirði.

80 kg 117 fótl 32 ómv 3,5 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 8,5 9 18,5 8 8 alls 85 stig.

Hér er hann Bangsi.

Í þriðja sæti var Tinni 17-030 undan Dreka sæðingarstöðvarhrút og Steinunni.
Hann er frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík.

94 kg 121 fótl 35 ómv 4,4 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 9 8,5 18 8 8 8,5 alls 85 stig.

Hér sjást þau með þrjá efstu mislitu hrútana.

Hér er Torfi að ómmæla vöðvann.

Farandsbikararnir hjá Sauðfjárræktarfélaginu Búa.

Anna Dóra frá Bergi og Hulda Magnúsdóttir frá Mávahlíð.

Bárður með yngsta barnabarnið sitt og auðvitað upprennandi búkona.

Dætur mínar og vínkona þeirra Hanna Líf og svo mamma mín Hulda frá Mávahlíð.

Þessar eru nú ansi skemmtilegar á litinn og maður bráðnar alveg þær eru í eigu 
Bárðar og Dóru á Hömrum.

Lárus og Torfi að fara segja okkur úrslitin.

Hér er verið að vigta og ómmæla hrútana.

Knarran og Bliki frá Bárði og Dóru. Svo fallegir á litinn.

Jæja það eru svo fleiri myndir af sýningunni hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 255
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 707192
Samtals gestir: 46726
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 03:47:44

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar