Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.10.2018 10:07

Smalað og náð í síðasta lambið og stóru hrútarnir teknir inn

Við tókum lömbin inn fyrir Héraðssýninguna og þá vantaði eitt lamb hjá mórauðum gemling
og einnig vantaði gemlinginn og annan móflekkóttan gemling sem heitir Vaíanna.

Ég var svo búnað taka rúnt á hverjum degi eftir gjöf og leita af þeim en hafði ekkert séð til
þeirra en svo var Siggi búnað sjá þær upp á fjalli fyrir ofan Tröð.

Við fórum svo af stað í gærmorgun og fórum upp inn í Búlandshöfða í blíðskapar veðri og 
það hreyfðist ekki hár á höfði manns. Það var kalt enda fyrsti snjórinn farinn að láta sjá sig.

Það var við frostmark en ekki svo kalt því það var svo fallegt veður. Ég ákvað að græja mig
í Nike strigaskóna sem ég smala alltaf í og þeir klikka aldrei þeir eru alveg snilldar skór ég var svo bara með mannbrodda utan um þá og í þykku sokkunum sem Jóhann bróðir Emils 
gaf mér þegar við vorum í útilegu í sumar og ég fann ekkert fyrir kulda. 

Siggi var í stígvélunum sínum eins og alltaf þegar hann smalar ég hef aldrei getað smalað í stigvélum en ég dáist af þeim sem geta það. Mér finnst ég vera of þung á mér ef ég er í stígvélum en pabbi smalaði einmitt eins og Siggi alltaf í stígvélum.

Við vorum heppin því stuttu eftir að við vorum komin inn í Tungu fór að hvessa og gerði
svo brjálaðan byl. Það var aðeins farið að hvessa þegar við komum niður svo við
vorum alveg á réttum tíma.


Hér er Siggi tilbúin að fara með mér í smá kletta klifur upp inn í Kotengishöfðanum eins og
Siggi sagði á facebook he he þá fattaði ég að ég með mína brengluðu heyrn hef alltaf
heyrt að hann heiti Kotaketilshöfði ha ha en ég hef greinilega bara búið það til ha ha það
væri þá ekki fyrsta skipti sem ég misskil nöfn og breyti þeim emoticon

Þá er að fara klifra.

Ég í skónum mínum æðislegu og með gamlan vetrargöngustaf frá Steina frænda frá 
Mávahlíð og með mannbroddana. 

Jæja ég komin upp búnað taka fram úr Sigga sem gerist ekki oft.

Hér er Siggi alveg að komast upp en það eru erfiðar aðstæður í snjó þá er allt svo sleipt.

Flott útsýnið hér uppi yfir í Ólafsvík og yfir Fróðarhreppinn.

Hér sést í Snæfellsjökulinn og ég labba hérna meðfram brúninni og Siggi er aðeins ofar
og við erum ekki en búnað rabba á þær.

Jæja þá erum við búnað finna þær , þær eru ofan í þar sem Mávarhlíðargilið er.

Hér sáum við þær fyrst og hér sést gilið upp á fjalli. Nú þurfum við að reka þær yfir allt
og láta þær koma niður hjá Sneiðinni og yfir í Rauðskriðumel og þaðan niður í Fögruhlíð.

Hér eru þær farnar alveg með brúninni og ég fæ flott myndefni í leiðinni og geggjað útsýni.

Siggi hér að hlaupa fyrir ofan til að komast í veg fyrir þær því það er laut sem þær
komast í hérna fyrir ofan Fögurhlíð sem þær gætu komist niður í Hlíð og við viljum
ekki missa þær þangað.

Hérna er hann kominn fyrir þær. Fjallið sem blasir hér lengst frá er Svartbakafellið.

Þær halda vel áfram og eru bara mjög þægar.

Aðeins verið að pústa. Það styttist óðum í að við förum niður á leið.

Jæja þá eru þær að fara niður.

Ég orðin vel héluð en finn ekki fyrir kulda.

Vel bratt niður hjá okkur.

Áfram á niður leið hér erum við komin niður á Sneið.

Jæja allt að koma hér eru þær komnar á veginn inn í Fögruhlíð. Fjallið sem er fyrir framan
okkur er það sem við erum búnað vera ganga upp á.

Komin niður að Holtsánni. Hér sést til baka að við vorum á fjallinu hér fyrir ofan og 
komum niður fyrir ofan klettabergið sem sést hér efst í sjónarhorn við Svartbakafellið.

Komnar niður að Holtsá. Glóð,Vaíanna og lambið sem fær nafnið Blíða.

Reyna auðvitað að stiga sér niður með ánni og halda sér ekki á veginum.

Þetta gekk þó eins og í sögu og þær rötuðu beint inn í Tungu.

Þessa mynd tók ég 23 okt þegar það gránaði vel upp í fjöllunum en mjög milt og gott 
veður.

Hrafnarnir tveir vakta yfir fjárhúsinu í Tungu ofan á Hlöðu þakinu.

Tók þessa mynd líka af Kaldnasa og Hlúnk 23 okt.
Kaldnasi er Magna sonur og Hlúnkur er Máv sonur í eigu Sigga í Tungu.

Þessar fengu að koma með mér í fjárhúsin á hverjum degi seinast liðnar 2 vikur en þá
var ég að passa þá hvítu hún heitir Fiðla og er í eigu Freyju tengdamömmu og Bóa.
Þau voru á Tenerife.

Svanur Máv sonur frá mér og svo Drjóli Hæng sonur og Korri Garra sonur báðir í eigu
Sigga í Tungu.

Askur Kalda sonur, Korri Garra sonur, Svanur Máv sonur og Drjóli Hæng sonur.

Drjóli og Kaldnasi.

Svanur Máv sonur.

Korri svo stór og fallegur hrútur.

Grettir Máv sonur frá Sigga.

Þessi mynd var tekin 26 okt hérna sést hvernig snjókoman er að skella á.

Tók rúnt einmitt þennan sama dag að leita af lambinu og sá bara rollur.

Hér eru þær á sama stað og við fórum upp inn í Búlandshöfða.

Hér er svo hún Blíða komin yfir í ásettningshópinn. Þá er hægt að fara heyra í honum
Hjalta og koma og sprauta lömbin.

Ég er búin að taka myndir af þeim en á eftir að koma því saman og set það hér inn við
fyrsta tækifæri fyrst þessi síðasta er komin í hópinn.


Hér er Glámur Saum sonur hans Sigga og Grettir Máv sonur frá Sigga lika.

Hér erum við að reka inn stóru hrútana. Bói kom svo með traktorinn og það er búið að 
setja hann inn í Hlöðu hjá Sigga svo það er allt að vera tilbúið fyrir veturinn.

Það eru svo fleiri myndir af smöluninni og ásettningslömbunum hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 712141
Samtals gestir: 47030
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 18:14:15

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar