Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

31.05.2019 22:20

Skvísa ber fjórlembingunum og fleira í maí.

Skvísa bar fjórlembingunum sínum 19 maí og bar öllu alveg sjálf og það voru 4 hrútar
og eru undan Korra Garra syni frá Sigga. Skvísa var þrílembd í fyrra og fjórlembd þar áður.
Hér eru þrjú af þeim og eru þetta vænustu lömb hjá henni og öll svo jöfn.
Skrýtla er hálf systir Skvísu og hún er hér þrílembd með tvær gimbrar og einn hrút undan
Víking frá Bárði. Hún bar líka 19 maí. Víkingur á ættir að rekja í Kára sæðingarstöðvarhrút.
Hér er verið að sleppa út Ljósbrá sem er með hrút undan Hlúnk Máv syni hans Sigga og 
svo er búið að venja undir hana einn hrút fjórlembing frá Skvísu.
Bomba með lömbin sín undan Gosa Bjart syni frá Gumma Óla.
Ísól með lömbin sín undan Svarta Sambó hans Óttars.
Blíða gemlingur með gimbrina sína sem er tvílembingur undan Zesari en gengur ein 
undir hin var vanin undir Snót.
Brúða gemlingur með lömbin sín undan Borkó sæðishrút. Þau ganga tvö undir.
Klara gemlingur gengur með sín tvö undan Svarta Pétri hans Óttars og Von gemlingur
gengur líka með sín tvö undan Kaldnasa.
Hér fer Skvísa út með fjórlembingana en þeir ganga þrír undir.
Skvísa.
Skrýtla með þrílembingana sína undan Víking.
Flottir litir hjá henni.
Ljósbrá með fjórlembingin hennar Skvísu og sinn hrút undan Hlúnk.
Það eru svo fleiri myndir af þessum hluta hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 2224
Gestir í dag: 203
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 1503168
Samtals gestir: 206273
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 22:20:49

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar