Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

13.06.2019 20:39

Sauðburður alveg að klárast

Hér eru þrílembingarnir undan Þoku og Ask. Einn þeirra fótbrotnaði og við tókum 
spelkuna af um daginn og hann haltrar aðeins en brotið er gróið svo það verður bara koma
í ljós hvernig það þróast.

Björg með lömbin sín undan Stjóra.

Bára gemlingur missti lambið sitt í burði það slitnaði naflastrengurinn og lambið var 
á hvolfi og drukknaði i burði. Þessi móruði hrútur var vaninn undir hana og er undan
Ronju og Zesari.

Móflekkótt gimbur undan Sarabíu og Kaldnasa.

Frenja með lömbin sín undan Botna hans Óttars.

Hrútur undan Ófeig og Ask.

Hinn á móti er golsubíldóttur.

Kvika var sónuð með eitt en kom með tvö mógolsóttan hrút og grámórauða gimbur.

Gimbrin hennar Ronju finnst gott að sofa ofan á mömmu sinni.

Elka með hrút undan Hlúnk.

Gimbrin á móti.

Ófeig að fara út.

Sóldögg með lömbin sín undan Ask.

Elka og Kvika komnar út.

Þoka með þrílembingana sína.

Sarabía með lömbin sín.

Frenja með lömbin sín.

Björg með sín undan Stjóra.

Tunga var sónuð með 2 en kom með 3 en hún fór að taka upp á því að stanga eitt lambið
svo við tókum það og vöndum það undir aðra.

Móna Lísa er með þennan hrút sem er svo skemmtilegur á litinn mósokkóttur og svo
er móhöttótt gimbur á móti þau eru undan Zesari.

Hér sést gimbrin.

Terta með gimbrina sína undan Jökul Frosta og svo Elektra hún missti lambið sitt á 
sauðburði það var mjög erfið fæðing og það lifði í tvo daga svakalega stórt lamb en það
var eitthvað að því það fékk aldrei nægan sogkraft til að fara á spena bara drekka pela.

Sver og falleg gimbur hjá Tertu undan Jökul Frosta.

Fallegt útsýnið úr Mávahlíðinni yfir Snæfellsjökulinn.

Bára kominn út með hrútinn sinn sem er undan Ronju og Zesari.

Þruma bar 5 júní og það var annað lambið dautt fóstur fyrir 2 vikum sirka og ég vandi
undir hana lambið frá Tungu sem hún vildi ekki og Þruma elskar það alveg eins og sitt 
eigið. Hún er með þessa svarta gimbur sjálf sem er undan Korra.

Þá eru bara þessar mæðgur eftir Mjallhvít og Frostrós gemlingur og þær eiga tal 8 júní.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 656
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 665901
Samtals gestir: 45710
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 14:07:20

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar