Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

06.10.2019 14:34

Stigun 23 sept 2019

Jæja þá er loksins komið að því að ég geti farið að gefa mér tima til að fara blogga. Þetta er
búið að vera erfitt haust fyrir mig ég hef lítið getað tekið þátt því ég var alveg komin að því
að fara eiga og á því ekki margar myndir af lömbunum sem voru í haust.
 Ég valdi ásettninginn nánast af blöðum og Emil sá svo um þetta allt. En ég ætla að byrja á því að segja frá því að Torfi og Árni komu til okkar að stiga 23 sept. Við fengum hjálp frá Hannesi á Leirárgörðum og Gummi Óla Ólafsvík kom líka svo þetta rann vel í gegn hjá okkur. Við létum stiga 37 hrúta og
76 gimbrar. Siggi lét stiga 27 gimbrar og 20 hrúta. Þetta kom bara mjög vel út hjá okkur.
Siggi fékk 89 stiga hrút undan Ask Kalda syni frá okkur og Skessu sinni það var hæðsti 
hrúturinn hjá honum. Hjá okkur var hæðsti hrúturinn einnig undan Ask og Hriflu og 
var 89,5 stig.

Heildarstigun :

1 með 89,5 
3 með 88,5
1 með 87,5
4 með 87
5 með 86,5
3 með 86 
6 með 85,5
6 með 85
2 með 84,5
3 með 84
1 með 83,5
1 með 83

Lærastig hljóðuðu svona :

2 með 19
5 með 18,5
17 með 18
12 með 17,5
2 með 17

Meðaltal læra var 17,9

Ómvöðvi :

3 með 36
2 með 35
2 með 34
3 með 33
8 með 32
8 með 31 
4 með 30
7 með 29

Meðaltal ómvöðva var 31,7

Bak :

3 með 10
2 með 9,5
24 með 9
7 með 8,5

Meðaltal stigaða hrúta bak var 9,0

Meðaltal lögun var 4,4

Meðaltal ómfitu var 3,5

Meðaltal malir var 9,0


Hér er Hannes á Eystri Leirárgörðum og Torfi og Árni dómarar.

Gimbranar voru 76

56 voru með 30 í ómv og yfir hæðst 35.

Meðaltal ómvöðva gimbra 31,0

Frampartur :

6 með 9,5
41 með 9
26 með 8,5
4 með 8

Meðaltal frampartur 8,8

Lærastig :

5 með 19
10 með 18,5
29 með 18
25 með 17,5
4 með 17 
1 með 16,5

Meðaltal gimbra læri 17,9

Meðaltal lögun 4,4

Meðaltal ómfita 3,1

3 gimbrar voru efstar með heildarstig 45,5 . 


Hér er verið að dæma lömbin.
Askur Kalda sonur sýndi mikla yfirburði í dómum á lömbum bæði hjá mér og Sigga og 
átti stóran hóp af best stiguðu lömbunum bæði í ómmælingu og lærastigun.

Þessi er undan Ask og Fíónu og fékk 87 stig mjög fallegur hann er seldur.

Þessi er undan Ask og Hriflu og við setjum hann á hann er 89,5 stig.

Þessi er undan Ask og Brussu 4,5 lag, 9,5 framp og 19 í læri 32 í ómv og 54 kg.

Þessi er á móti henni og er 50 kg 33 ómv 5 lag 9 framp og 18,5 læri. Alveg geggjaðar
systur. Ég set þessa hvítu á sjálf.

Stigun var víðast hvar hér á nesinu að koma vel út. Sérstaklega hjá Guðmundi Ólafs
Ólafsvík hann fékk glæsilega stigun einn hrút undan Gosa sínum sem er undan Bjart
sæðingarstöðvarhrút með 40 í ómv og 89,5 stig svo fékk hann annan undan Tinna sem
er undan Dreka sæðingarstöðvarhrút með 41 í ómv og 88 stig. Gimbur líka undan Gosa
með 42 í ómvöðva.

Kynbótamat Asks frá okkur er svona :

Gerð 121 Fita 102 Skrokkgæði 111,5 frjósemi 110 mjólkulagni 107 heildareinkunn 110

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi

Læt þetta duga af stiguninni.
Flettingar í dag: 1446
Gestir í dag: 390
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 152
Samtals flettingar: 1857106
Samtals gestir: 240827
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 16:49:42

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar