Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.02.2020 10:58

Ronja Rós 4 mánaða 27 jan

Ronja Rós var 4 mánað þann 27 janúar og hún bræðir okkur á hverjum degi með fallega brosinu og glaðlyndi sínu. Hún er farin að snúa sér á fullu á báðar hliðar og nýjasta nýtt 
hjá henni er að steypa sér alveg yfir á magann svo það er ekki lengur hægt að hafa augun
af henni meðan hún dundar sér á leikteppinu sínu. Hún er líka farin að skellihlæja og það er alveg mega krúttlegt. Henni er farið að klæja í góminn og nagar hendurnar á sér og á það til
að vilja naga puttana mína og hjá ömmu sinni mjög fast he he. Snuðið er eiginlega alveg farið að heyra sögunni til og hún vill bara puttann eins og Freyja systir sín okkur ekki til mikilla gleði því það er svo erfitt að venja þau af þessu þegar þau sjúga puttann.
Hún var 5740 gr og 63 cm í seinustu skoðun svo hún er orðin tæplega 6 kg.

Hér er prinsessan skælbrosandi og 4 mánaða upp á dag.

Krúttbomba með húfuna sem Karítas frænka gaf henni.

Sætar systur að ulla saman.

Að pósa fyrir mömmu sína.
Kósý að liggja á gærunni.

Aðeins verið að stylla henni upp he he með fína hárbandið sem Brynja frænka gaf henni.

Orðin svo dugleg að snúa sér yfir á magann og svo sterk og reist.

Alveg til í að snú sér á alla kanta og er farin að reyna komast áfram.

Komin með puttann upp í sig.

Hér er ég alltaf svo kát.

Svo falleg.

Í fyrsta skipti í bíó ekki alveg sátt í hléinu sem endaði með því að ég fór með hana út he he.

Annað hárband sem gerir mig svo krúttlega.

Með ömmu Freyju.

Með Huldu ömmu.

Svo flott  með kindunum sínum.

Alveg komin í kindurnar hjá mömmu sinni.

Með Emblu sinni.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.


Flettingar í dag: 729
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715684
Samtals gestir: 47204
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 19:36:25

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar