Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.02.2020 13:17

Kinda þemu æði

Langaði að sýna ykkur hvað ég er mikið fyrir að skreyta heimilið með kindum og tók ekki eftir því fyrr en ég fór að pæla í því hversu mikið af kinda og hrúta skrauti ég á.

Hérna er þæfð kind sem ég fékk einu sinni í verðlaun og svo hin kindin var gjöf frá vinkonu minni og hjónin gaf mamma mér.

Þessi hrútur var gjöf frá vinkonu minni líka.

Þennan hrút gaf mamma mér.

Þennan hrút keypti ég einu sinni. Grjótið týndi ég inn í Mávahlíð ég er mikið fyrir steina
og á þá marga fallega til svo límdi ég hreindýramosa og berjalyng á steininn.

Þessar er ég með á eldhúsborðinu þetta er kertastjaki og svo dúkur sem Freyja tengda
mamma gaf mér frá Færeyjum.

Þetta er ég svo með á stofuborðinu hjá mér kindadúk og kinda gler disk.
Dúkurinn er frá Færeyjum.

Ég er með gæru sitthvoru megin á arminum á sófanum.

Kindabangsa og hrútapúða í stofusófanum.

Önnur gæra verkuð frá Þóru á Yrstu Görðum og er golsótt.

Þæfðar kindur frá Þæfingur.

Þessar þykir mér mjög vænt um og Irma vinkona gaf mér þær og þær eru frá Skotlandi.

Er með kinda gardínur í eldhúsinu.

Steinar semég málaði hrút og kindur á. Flotta tré húsið gerði Einar nágranni minn.

Málverkið er í miklu uppáhaldi það gerði Trausti Magnússon Ólafsvík og gaf mér.

Þessi er frá Færeyum og Freyja og Bói gáfu okkur hana.

Og þessa líka.

Freyja bjó þennan lampa til og mér þykir rosalega vænt um hann.

Þessi kemur frá mömmu og pabba úr Mávahlíð og er inn í stofu hjá mér.

Hvíta hrútinn fengum við í brúðargjöf og frábæru púðana fékk ég hjá Ólöfu Sveinsdóttur
nágranna konu minni hún prjónaði þá.

Skraut inn í stofu frá Brúðkaupinu okkar kortið og svo gestabókin sem ég bjó til sjálf.

Þennan frábæra lampa fengum við svo í brúðargjöf frá Jóa útgerðamanninum sem Emil
vinnur fyrir og Auði konunni hans og myndin er af hrútum frá mér Herkúles og Topp.

Þennan hrút gaf Irma vinkona mér frá Vestmanneyjum.

Þessar eru á ískápnum hjá okkur sú efri spilar og við fengum hana í Edinburg.

Hér er svo glæsilegi verðlaunagripurinn sem við fengum fyrir Máv á Sæðingarstöðinni.

Þessar gaf Emil mér og krakkarnir eina í afmælisgjöf og svo þessa
stóru og litlu fékk ég frá þeim í jólagjöf er alveg að elska þær.

Þessi eru svo æðisleg Ronja Rós á bleika kinda bangsann en ég á rúmfötin fékk þau
í jólagjöf í fyrra frá Jóhönnu og þau eru án efa uppáhaldsrúmfötin mín he he.

Svo á Ronja Rós líka kinda rúmföt sem Jóhanna saumaði fyrir hana.
Svo nú er þetta upptalið allt kinda æðið á heimilinu okkar.
Flettingar í dag: 793
Gestir í dag: 307
Flettingar í gær: 810
Gestir í gær: 266
Samtals flettingar: 2096718
Samtals gestir: 285750
Tölur uppfærðar: 5.3.2021 15:25:23

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar