Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.03.2020 16:34

Ronja 5 mánaða og fleira

Ronja Rós var 5 mánaða 27 febrúar síðast liðinn.
Hún er orðin 6.100 gr og 65 cm .
Hún er enn jafn kát og er farin að taka vel eftir og ef maður segir hvar er kisa þá skimar
hún eftir Myrru kisunni okkar og eins ef maður segir nafnið hennar þá litur hún við.
Hún er farin að vilja bara vera á maganum þegar hún er lögð á teppið en verður fljótlega
þreytt og grúfir þá með hausinn ofan í teppið he he. Hún er farin að skoða vel í kringum sig 
og skoða fingur og tær og teygja tærnar upp fyrir haus og reyna reisa sig upp.
Við erum farin að nota Bumbo stólinn bara lítið í einu smá á dag og það finnst henni mjög 
spennandi. Hún elskar röddina sína og skrækir hátt og rífst við dótið sitt einnig elskar hún
Emblu og Freyju þegar þær eru að tala við hana þá ljómar hún og hlær. Hún hefur gaman
af að láta fíflast í sér og fangar alla athyglina á heimilinu með brosinu og kátínunni sinni.

Svo mannaleg í fanginu á pabba sínum.

Svo mikið yndi.

Gaman að máta hárbönd.

Fórum til Reykjavíkur um seinustu helgi.

Heimsóttum Fríðu frænku og Helga og Ronja var svo kát í heimsókninni.

Brosir svo fallega.

Orðin svo dugleg á maganum og reisir hausinn svo hátt upp.

Í Bumbo stólnum í vöggunni svo montin.

Brosandi með mömmu sinni.

Mamma dugleg með bollurnar sínar í árlega bolludagskaffinu hjá sér.

Freyja að hjálpa mér að baka muffins.

Hér eru þær að byggja snjóhús inn í Tungu bak við fjárhús.

Komnar í gegn búnað gera göng.

Benóný lukkulegur að prófa þetta hjá þeim.

Þau voru nú heldur glæfraleg Benóný,Embla,Freydís og Freyja inn í Bug að sýna mér
stóra góða brekku til að renna og svo héldu þau af stað og mér leyst ekkert á þau.

Þau létu sig svo hafa það og komu á fullri ferð niður og fannst voða gaman en voru
smá skelfingu lostinn yfir hvað þau fóru hratt he he enda var þetta frekar bratt niður.

Freydís svo dugleg að hjálpa til að gefa.

Hér eru svo Freyja og Embla búnað fara með sín föng í jötuna rosalega duglegar allar.

Það eru svo myndir af þessu hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 396
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 1849086
Samtals gestir: 239360
Tölur uppfærðar: 4.8.2020 13:54:15

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar