Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

27.03.2020 13:48

Ronja Rós borðar í fyrsta sinn.

Ronja Rós fékk fyrstu skeiðina af graut fyrir 2 vikum síðan og tók voða vel við fyrstu skeiðunum.
Tók svo ekki svo vel við næstu skiptum en núna er ég farin að gefa henni smá í hádeginu
líka bara ávaxtamauk frá Hipp og ef ég blanda því svo aðeins með grautnum þá finnst
henni hann mjög góður. Hún fékk svo stappaðan banana bara smá tvær þrjár skeiðar og
henni finnst hann mjög góður svo ég held hún eigi bara eftir að vera góð að smakka
nýjar tegundir. 
Ástæðan að ég fór að gefa henni að borða fyrir tveim vikum er því hún var farin að vakna
meira á nóttinni til að liggja bara á brjóstinu og drekka svo eftir að ég fór aðeins að gefa
henni þá lagaðist það. Annars hef ég alltaf byrjað að gefa öllum börnunum að borða um
6 mánaða.
Farin að vera dugleg að sitja í bumbó stólnum og tæta í allt sem hún nær í.
Fékk líka að prófa hoppu róluna í fyrsta sinn um daginn og það er voða sport.
Svo gaman að hoppa. Þessi róla er síðan Benóný var lítill.
Karítas frænka keypti þessa fínu göngugrind fyrir mig handa Ronju Rós og hún er svo
ánægð í henni nema hún nær ekki alveg niður strax he he.
Að máta kósý galla fyrir mömmu sína.
Í baði í vaskinum voða sport.
Benóný bróðir að liggja með mér að leika.
Alltaf stutt í brosið mitt og ég er svakalega mikill grallari og ofsa kát.
Ég er mjög liðug og get nagað á mér tærnar.
Gaman að hoppa með Freyju systir.
Svo fín í rauða kjólnum sem Óttar og Íris gáfu mér.
Flettingar í dag: 429
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 667280
Samtals gestir: 45754
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 07:45:05

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar