Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.04.2020 07:40

Emil 35 ára og Benóný í fjárhúsunum

Emil átti afmæli 1 apríl og var 35 ára. Dagurinn var fullur af gleði og gríni og krakkarnir nutu
þess í botn að færa ömmum sínum og afa kaffi með salti og bíða spennt eftir viðbrögðum
hjá þeim að reka upp skaðræðis öskur og spíta út úr sér kaffinu he he. Embla náði Benóný
mjög vel hann var í baði og hefur aldrei verið eins snöggur upp úr baði þegar hún sagði að 
það væri ókunnugur köttur inni hjá okkur og hann fór auðvitað að gá en ekkert sá og varð
ekki ánægður með systir sína að ljúga svona af honum ha ha.
Við vorum svo með læri í matinn og buðum Freyju,Bóa,Jóhönnu og mömmu í mat.
Hér er Emil afmælisbarn.
Ronja Rós kát í hoppu rólunni.
Benóný og Embla í fjárhúsunum með mér.
Fékk þennan flotta frænda í heimsókn í fjárhúsin. Erla kom og kíkti með Brynjar Óla og
hann var mest hrifinn af traktornum hans Sigga.
Arna Eir frænka kom líka með Freyju í fjárhúsin.
Þá er búið að gefa.
Benóný var heima þessa vikuna var ekki alveg að höndla alla breytinguna sem er í skólanum
og hann er búnað vera svo duglegur að koma með mér í fjárhúsin. Hér er hann að tala við 
gemlingana.
Honum finnst mjög kósý að leggja sig í jötunni á meðan ég er að gefa.
Og láta grafa heyið yfir sig og láta þær borða í kringum sig.
Hann fann upp á skemmtilegum leik að fara ofan í síldartunnu og láta
sig rúlla niður inn í hlöðu mjög gaman.
Þetta er búnað vera mjög skemmtileg vika og gaman að fá þennan gæða tíma með
Benóný og kindurnar hafa mjög róleg og yfirveguð áhrif á hann. Hann fær svo að 
ráða tónlistinni í bílnum á leiðinni og oft er það mikil teknó tónlist svo 
ég fer vel peppuð inn í daginn he he.
Ronja Rós í nýju sólstofunni hjá ömmu Freyju og afa Bóa.
Ronja dafnar vel farin að fá að borða tvisvar á dag ávaxtamauk og hafragraut.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 237
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 287
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 1751940
Samtals gestir: 233739
Tölur uppfærðar: 5.6.2020 22:22:22

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar