Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.04.2020 16:51

Kíkt í fjárhúsin hjá Bárði og Dóru á Hömrum

Fórum í heimsókn um daginn til Bárðar og Dóru inn á Hamra það er alltaf mikið stuð fyrir
krakkana að fá að koma þangað það er kar sem er róla í fjárhúshlöðunni og svo er hægt að
fara í göng undir sem Benóný finnst svo rosalega gaman. Við fengum svo líka að kíkja í 
hesthúsin hjá þeim.
Urðum að fá að kíkja á lömbin þau voru ekki enn komin hjá okkur. Hér eru Embla og Freyja
hjá góðri kind hjá þeim Bárði og Dóru.
Komið mikið af fallegum litum hjá þeim.
Benóný og Embla að klappa lambi.
Stuð að róla í karinu.
Þetta er hann Blesi forrystu hrútur og er í miklu uppáhaldi hjá þeim.
Svo flottur.
Hér er svo Einbúi sem er frá okkur og er sameign okkar Bárðar. Hann er undan Tungu
og Ísak. Hann hefur verið að gefa Bárði vel gerð lömb. Ég hef ekki getað notað hann mikið
því hann er svo skyldur mínu fé.
Hér er Víkingur hjá Bárði sem er undan Skjöld. Ég á tvær undan honum.
Hér er Knarran hjá Bárði ég á líka undan honum tvævettlur.
Benóný sáttur í rólunni.

Fórum svo líka í hesthúsin hjá þeim sem eru svakalega flott.
Þessi hestur kunni að kinka kolli já við nammi og það fannst krökkunum alveg magnað.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 237
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 287
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 1751940
Samtals gestir: 233739
Tölur uppfærðar: 5.6.2020 22:22:22

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar