Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

13.06.2020 22:44

Ronja Rós 8 mánaða 27 maí

Ronja Rós varð 8 mánaða þann 27 maí. Mamma fann fyrstu tönnina hjá henni rétt eftir að hún var orðinn 7 mánaða og það er alveg að fara koma önnur. Hún er farin að standa upp með öllu og færa sig áfram á rassinum eða eiginlega snú sér í hringi með fótunum og situr á rassinum.

Hún er farin að segja baba og mama og svo kann hún að klappa og gera með einum putta svona purr með munninum. Hún gerir greinamun á hvaða lög hún vill hlusta á í ipadinum
þegar ég er að spila fyrir hana og þar er ramm sam sam í miklu uppáhaldi og krummi svaf
í klettagjá og baby shark og duck song sem er lag með 5 unga sem fara í burtu frá mömmu
sinni einn og einn í einu. 

Hún er mjög hress og kát og hlær mjög hátt af systrum sínum þegar þær eru að leika við hana. Hún elskar Myrru kisuna okkar mjög mikið og fer ekki mjúkum höndum um hana þegar hún reynir að klípa í hana he he.

Hún fór í 8 mánaða skoðun og er orðin 6840 gr og 68 cm og höfuðmál 45.
Hún er undir meðallagi en heldur sinni línu vel svo hún er dafnar vel. 

Farin að sitja alveg örugg án þess að detta aftur fyrir sig eða framm. Farin að vinka bæ.

Alger krúttsprengja.

Hér glittir í tönnina hennar.

He he að skoða hænu ungana hjá Benóný alveg dáleidd.

Benóný að passa að hún grípi ekki í hann og kremji.

Hér eru svo ungarnir sem Benóný er búnað bíða eftir svo spenntur.

Svo gaman í hoppu grindinni en núna eftir að hún fór að geta staðið upp og fikrað sig áfram
er hún ekkert svo spennandi lengur því þá er hún föst og getur ekkert komist áfram.

Smá myndatöku hjá mömmu sinni inn í fjöru í Mávahlíð.

Svo falleg.

He he með hendina upp því það er svo gróft að koma við þessi strá.

Með stelpunum og Anítu vinkonu þeirra.

Með Benóný bróðir.

Með Donnu vinkonu sinni og Donna akkurrat að geispa.

Montin að standa með.

Að borða cheerios.

Fyrsta skiptið í sundi í Ólafsvík rosalega gaman.

Út í sólinni á pallinum heima.

Orðin alveg kræf að standa upp með öllu.

Í fjárhúsunum með Freyju.

Ég þurfti að redda mér og tók stólinn með inn í fjárhús sem var alveg snilld að geta
látið hana sitja þar meðan ég var að sópa ofan í kró og svona.

Svo þegar henni fór að leiðast blés ég í hanska og bjó til leikfang fyrir hana.
Mjög vinsælt að fá að sjúga puttana á hanskanum.

Maður varð líka að fá að klipa í eina gæfa kind sem alveg elskar að láta Ronju pota í sig.
Þetta er hún Hosa hennar Emblu og hún elskar börn.

Svo mikill prakkari og elskar að láta fíflast í sér. Núna er ekki óhætt að hafa hana í 
vöggunni því hún reynir að klifra upp úr henni.

Dugleg vinnukona hún Freyja að hjálpa mömmu sinni.

Með Kamillu frænku sinni.

Birgitta frænka kom og hélt upp á 8 ára afmælið sitt í sveitinni hjá Freyju ömmu og Bóa afa.

Benóný Ísak búnað klára 5 bekk.

Freyja Naómí búnað klára 2 bekk.

Embla Marína búnað klára 3 bekk.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í
albúmi.

Flettingar í dag: 895
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715850
Samtals gestir: 47210
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:50:52

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar