Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

09.11.2021 10:26

Fjárhúsin í nóv margt og mikið fyrir stafni.

Við tókum sýni úr einni gimbur hjá Sigga sem er undan Kost sæðingarstöðvarhrút og svo hrútnum sem hann keypti hjá Óla á Mýrum og Prímus sem Kiddi keypti af Hjarðarfelli og svo Fönix sem er kollótti hrúturinn hennar Jóhönnu sem heimtist seint. Svo sprautaði Siggi það sem var eftir að fá blandaða bóluefnið og svo kom Hjalti dýralæknir og sprautaði lömbin á
föstudaginn . 

Svo fórum við þar síðustu helgi að hjálpa Sigga og Kristni að reka inn það sem þeir voru búnað smala inn fyrir Búlandshöfða og náðu þar með kind sem Bibba og Valli áttu eftir að heimta og þeir náðu að koma henni saman við okkar kindur og reka það inn í Tungu.
Svo helgina eftir fóru þeir aftur ásamt tengdasyni Kristnis í grenjandi rigningu og náðu hinni
ókunnugu kindinni sem var búnað vera þvælast inn fyrir Búlandshöfða líka og þá náðu þeir í restina af okkar kindum líka til að ná henni með í hópinn og ráku það svo inn í Tungu líka svo nú ætti að vera búið að hreinsa allt aðkomufé þar um slóðir.

Hér er Siggi og Kristinn að störfum og verið að sprauta með blandaða bóluefninu.

Hér er verið að taka sýnið úr hrútunum.

Hér eru þeir vel einbeyttir að taka sýnið.

Ingibergur eða Bibbi eins og hann er kallaður þarf að láta hornin fara þau eru kominn of nálægt.

Hér er Siggi að tala hann til að þetta verði allt í lagi og kveðja hann með hornin sín.

Hér hefst svo aðgerðin að saga hornið af með vírnum.

Það þarf ekkert minna en þrjá menn í þetta verk he he en þetta gekk allt saman vel.

Hér er verið að reka kindurnar inn í Tungu og Svartbakafellið inn í Fögruhlíð blasir þarna á bak við.

Hér er Kristinn að reka með Emblu og Eriku við Holtstjörnina.

Hér erum við svo komin með þær upp í Tungu.

Þeir eru ekki styggir hjá okkur lambhrútarnir hér eru stelpurnar að leggja sig með þeim.

Erika og Embla með Dorrit hans Kristins sem er orðin svo gjæf hjá þeim.

Hér er Mávadís hún er undan Kolfinnu og Máv.

Lísa veturgömul undan Ask og Sölku. Þrílembingur.

Epal veturgömul hæðst stigaða kindin okkar með 40 ómv 19,5 læri og 9,5 frampart og hún var höfð geld sem gemlingur og er svaka bredda núna og rosalega falleg.
Hún er þrílembingur undan Djásn og Bolta.

Mávahlíð veturgömul og hún var höfð geld líka hún er undan Vask og Vofu.

Hrafney veturgömul hún er undan Móra og Hröfnu.

Melkorka veturgömul hún var með tvö undir sér núna í vor gemlingur. Við setjum gimbur á undan henni og Viðari sæðingarstöðvarhrút. Hún er undan Kviku og Vask.

Blesa veturgömul hún var höfð geld. Hún er undan Möggu Lóu og Kol.

Brussa ein af mínum uppáhalds kindum hún er 2016 árgerð undan Máv og Þotu.
Við setjum báðar gimbrarnar hennar á Kristinn fær aðra þeirra.

Brá er veturgömul og var höfð geld hún er undan Bolta og Fíónu.

Fía Sól sú mórauða hún er 2016 og  er undan Styrmi og Þrumu og sú aftari er 2014 og heitir Móna Lísa og er undan Mugison og Þrumu líka.

Hér er Höfðagengið sem gengur í Búlandshöfðanum vel skrautlegt.
Sú gráa kollótta er undan Móra sæðingarstöðvarhrút.

Rósa 2016 og Randalín 2018.

Hér er Óskadís hún er fædd 2018 undan Knarran og Eldey.

Hér er Kleópatra veturgömul undan Brussu og Mosa og svo Epal og Kóróna allar veturgamlar Kóróna er undan Gyðu Sól og Mosa.

Embla að klappa kindunum úti Möggu Lóu og Einstök.

Erika að klappa Hrafney og Viktoríu.

Fallegur morgun inn í Tungu með Snæfellsjökulinn í baksýn við kindurnar á túninu.

Erika og Diskó bestu vinir.

Benóný og Ronja dugleg að gefa lömbunum að borða.

Hér er hún Rúða frá Gísla á Álftarvatni sem Kristinn og Siggi náðu og hér er lambhrúturinn orðinn svo gæfur hjá Emblu að hann lagðist niður hjá henni. Svo kom í ljós þegar þau komu að sækja að hann var hálfgerður heimalingur og var á pela áður en hann var vaninn undir svo það hefur útskýrt af hverju hann varð strax svona spakur við okkur.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 473
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 310
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 704334
Samtals gestir: 46472
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 19:46:41

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar