Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.04.2022 11:51

Heimsókn til Gumma að skoða lömbin.


Við fórum að heimsækja Gumma Óla og sjá fyrstu lömbin og hér er Ronja Rós að 

klappa þrílembing.

 

 

Ronja Rós fékk svo að halda á þessum þrílembing og Benóný Ísak með henni

en þegar hún var búnað skila honum hnippti hún í mig og sagði mamma ég vil ekki hvíta lambið

ég vil fá svarta lambið he he strax komin með litagenin frá mömmu sinni og veit hvað hún vill.

 

 

Embla Marína, Benóný Ísak og Aníta Sif.

 

 

Svo fallegir gemlingarnir hjá Gumma Óla svo stórir og þroskamiklir.

 

 

Hér eru svo þrílembingarnir saman allir svo jafnir og flottir tveir hrútar og ein gimbur.

 

 

Við settum lambhrútana og fullorðnu út 21 apríl. Það er okkur ekki í minni að hafa

sett þá svona snemma út áður og hér eru Siggi, Kristinn og Emil að spá og speklura.

 

 

Við gefum þeim svo úti svo frábært að geta haft þetta svona á vorin.

 

 

Hér eru krakkarnir Freyja Naómí og Embla Marína okkar og svo Bjarki Steinn frændi þeirra

og Aníta Sif vinkona þeirra og þau eru með Kaldnasa sem er nú pínu lemstraður á hausnum eftir

að hafa verið að slást við hina hrútana það er alltaf smá fjör þegar þeir fara út.

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 1020
Gestir í dag: 239
Flettingar í gær: 1520
Gestir í gær: 208
Samtals flettingar: 730661
Samtals gestir: 48928
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 11:07:39

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar