Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.05.2022 08:24

Sauðburður hófst 30 apríl

Jæja þá get ég loksins gefið mér smá tíma til að koma bloggi inn en það vill oft sitja á hakanum þegar allt of mikið er að gera

heimilið stoppar ekki þó sauðburður bresti á og eins eru framkvæmdirnar en hjá okkur en eru í pásu meðan sauðburður er og 

Emil er búnað vera róa mjög stíft líka svo þetta er alltaf mjög krefjandi tími hjá okkur en alltaf jafn gaman þó míkið sé að gera því

að taka á móti lömbunum og fylgjast með þeim gefur manni svo mikið og jákvæðisorkan hleðst upp með allri gleðinni.

Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og margir litir komnir og ég fékk loksins móbotnótt undan Dökkva sem Lalli Sverris Gröf

á og var með hjá Bárði og þar fékk ég gimbur og hrút mjög ánægð. Ég ætlaði að búa til móbotnótt með Möggulóu og Kurdo en fékk

þar mórauða gimbur en hún er mjög flott. Siggi fékk mjög flott lömb undan Kapal og Ramma og á mikið af gráum lömbum og svo

var ein hjá Sigga sem var sónuð með 3 en svo þegar hún var borin og ég var að tína saman lömbin til að setja hana í stíu þá

skaut hún úr sér fjórða lambinu alveg magnað og það er undan Kapal sæðingarstöðvarhrút. 

 

Hér er ein frá Sigga með þrílembinga undan Kapal.

Gemlingur frá Jóhönnu með hrút undan Bikar sæðingarstöðvarhrút hún bar líka 30 apríl.

 

Hér er Ronja Rós með mömmu sinni að gefa hestunum en við eigum alltaf morgungjöf að gefa

hestunum áður en ég fer í fjárhúsin.

 

Það styttist svo óðum í Heru en hún er komin á tal að fara kasta og er með 

folald undan Sægrím frá Bergi.

 

Doppa gemlingur með hrút og gimbur undan Ramma sæðingarstöðvarhrút og

hrúturinn er mógolsóttur.

 

Falleg lömb frá Sigga undan Ramma tvær gimbrar.

 

Hér er svaka dreki undan Bikar sæðingarstöðvarhrút og Hrafney og hún fékk

svo gimbur undan Doppu sem var vanin undir hana.

 

Hér sést hann betur hann er rosalega stór og þykkur.

 

Hér er Ástrós gemlingur með hrút undan Bikar sæðingastöðvarhrút.

 

Hér er fjórlemban hans Sigga með svakalega flott lömb svo jöfn og mjög 

stór miðað við fjórlembinga. Við vorum svo svakalega heppin að það fóru í kjölfarið

tvær einlembur að bera og það var hægt að kippa strax undan henni tveim lömbum.

Þessi lömb eru undan Kapal sæðingarstöðvarhrút.

 

Hér er Rósa með hrút og gimbur og mjög þykkur hvíti hrúturinn og þessi

lömb eru undan Diskó. Diskó er undan Tón sæðingarstöðvarhrút.

 

Hér er Maggalóa með mórauða gimbur undan kurdó og svo var vanið undir hana frá Sigga.

 

Hér er Dögg hennar Jóhönnu með gimbrar undan Prímus sem Kristin keypti af Hjarðarfelli.

 

Hér eru Ronja og Embla með Hrafney sem er svo gjæf.

 

Ronja Rós með eitt lítið og krúttlegt sem er tvílembingur undan gemling

frá Kristni.

 

Hér er hún Elísa gemlingur frá Kristni með tvö undan Ljúf.

 

Moldavía með gimbur undan Óðinn.

 

Freyja Naómí með hrútinn sinn undan Pöndu gemling og Ljúf.

 

Maggi bróðir og Rut komu vestur um daginn og kíktu á lömbin.

 

Framkvæmdir halda áfram hér er stofan tilbúin til að fá parket og byggja upp gólfið.

Það var mikill halli á stofugólfinu og því þurfti að flota gólfið.

 

Hér er búið að flota.

 

Hér eru hurðarnar komnar í herbergin og nýja parketið á gólfið.

Læt þetta duga að sinni með bloggið og fara sinna henni Ronju minni en hún er búnað vera veik

í þrjá daga ekki heppilegasti tíminn til að vera með veikt barn á háanna tíma í sauðburði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 2177
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 2626
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 755141
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 12:57:29

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar